Loksins viti borinn borgarstjóri

Loksins hefur einhver komist til valda sem ber raunverulega virðingu fyrir fortíðinni. Jón Gnarr, borgarstjóri, lagði til að Klambratún héti aftur Klambratún. Þegar túnið var skírt Miklatún um miðjan 7. áratuginn datt einhverjum í hug að svo mikið tón fengi vart þrifist í Reykjavík og vildi að borgin yrði heitin Miklavík. En nú er Miklatún aftor orðið Klambratún og Reykjavík heldur væntanlega nafni sínu.

Í rökstuðningi við tillöguna um nafnbreytinguna var m.a. bent á að nafnið Miklatún hefði ekki festst í sessi á meðal Reykvíkinga. Tölvan mín eða forritið Málfar, sem les yfir pistla mína, virðist sammála. Það lagði til að Miklatún yrði látið heita Millatún og Miklavík Millavík. Ætli þetta sé eitthvert útrásarvíkingaforrit hjá Matthíasi Magnússyni!

Vonandi líta fleiri framfaramál dagsins ljós undir styrkri forystu Jóns Gnarrs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband