Í Kína eiga sér nú stað meiri breytingar en nokkurn hefði órað fyrir. Þjóðin tekur stórstígum framförum á hverju sviðinu á fætur öðru. Má nefna nokkur dæmi:
Kínverjar eru orðnir í fremstu röð í fjarskiptatækni; stærsta bílasýning heims er nú haldin í Beijing; Kínverjar eru í forystu á svið rafhlöðutækni hverju nafni sem hún nefnist. Þeir eru orðnir fremstir í framleiðslu rafknúinna bifreiða og eftirspurnin er svo mikil á innanlandsmarkaði að fyrirtækinu Build your Dreams finnst ekkert liggja á að hefja útflutning. Í samvinnu við bandarískt fyrirtæki hafa þeir þróað sólarrafhlöður sem komið er fyrir í gluggarúðum. Með þeim hætti framleiðir einn skýjakljúfur gríðarmikla orku.
Kínverjar hafa hannað hraðskreiðustu járnbrautarlestir heims frá grunni og stefna að enn meiri hraða. Kerfi hraðlesta er nú stærra í Kína en nemur slíkum kerfum í öllum heiminum.
Á sviði menningar og menntunar eru einnig að verða gríðarlegar breytingar. Bandarískur áhugamaður um tónlist og fjármál telur að Beijing verði orðin ein af helstu 6-7 tónlistarborgum veraldar innan nokkurra ára. Dregið hefur úr aðdáun og eftiröpun vestrænnar menningar enda líta Kínverjar með stolti til atburða eins og Ólympíuleikanna og heimssýningarinnar.
>P>Nú stendur heimssýningin yfir í Shanghai og íslenskir fjölmiðlar hafa gert henni furðulega lítil skil. Ríkisútvarpið ætti því að huga að breyttri staðsetningu fréttaritara og fara að segja fréttir frá öðrum ríkjum en Norðurlöndum, Bretlandi, Spáni og Bandaríkjunum. Hvernig fór um áhugann á Afríku? Hvarf hann eftir að við misstum af öryggisráðinu?
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 14.7.2010 | 21:50 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr, heyr Arnþór.
Axel Þór Kolbeinsson, 15.7.2010 kl. 09:13
Leggum niður fréttaritara í Madríd í staðinn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.7.2010 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.