Félagsmálaráðherra féll á prófinu

Umboðsmaður skuldara segir ósáttur af sér. Digurbarkalegar yfirlýsingar hans um kverkatak á óhlýðnum bönkum boðuðu ekkert gott og enn verri var embættisfærsla Árna Páls Árnasonar, þess annars mæta manns.

Það virðist ætla að ganga erfiðlega að hefta einkavinavæðinguna þrátt fyrir dýrkeypta reynslu undanfarinna áratuga. Það orð lék á Alþýðuflokksmönnum frá því að ég man fyrst eftir mér að þeir væru einkar lagnir við að koma sér og sínum að og útvega feita bitlinga. Þess háttar dóm hafa síðan fleiri stjórnmálaflokkar fengið.

Því miður virðast núverandi stjórnarflokkar ekki undanþegnir þessari skilgreiningu. Ætli forsætisráðherra að stuðla að bættu siðferði stjórnarinnar hlýtur hún að íhuga vandlega framtíð félagsmálaráðherrans. Best væri þó að hann hugsaði sinn gang sjálfur og segði .. ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband