Þetta safn eða setur er hin merkasta stofnun og þar ber margt fyrir augu og eyru. Þó er þannig til þess stofnað að ámælisvert verður að telja. Tekið var til notkunar íbúðar- og verslunarhús hins merka kaupmanns, sigurðar Pálmasonar, en húsið var byggt ef ég man rétt árið 1926. Aðgengi hreyfihamlaðra er ekkert og ýmislegt stórvarasamt við húsið. Þar má nefna stiga sem liggur niður á jarðhæð hússins. Þar eru flest öryggisatriði vanvirt.
Í gær áttum við leið framhjá Draugasetrinu á Stokkseyri. Gamalt hús hefur verið dubbað upp fyrir starfsemina og upp að safninu liggja brött þrep. Öldruð kona, sem með okkur var, hætti sér upp þrepin og inn á safnið. Á eftir lýsti hún kvíða sínum fyrir því að þurfa að paufast niður þessi bröttu þrep.
Á árum áður voru stundum veitt norræn aðgengisverðlaun. Ef til vill eru þau veitt enn. Sumarið 2002 var ákveðið að veita norrænum söfnum aðgengisverðlaun. Var rætt um að hafa ein aðalverðlaun og síðan 4 eða 5 aukaverðlaun sem deildust á milli safna á öðrum Norðurlöndum en því sem hlyti aðalverðlaunin. Undirritaður, sem var fulltrúi Íslands í verðlaunanefndinni, fékk því til leiðar komið að einungis yrðu veitt ein verðlaun. Rökstuðningurinn var sá að ekkert safn á Íslandi uppfyllti skilyrði aukaverðlauna.
Í tengslum við þessa vinnu var haft samband við forráðamenn nokkurra safna. Einn þeirra brást ævareiður við ábendingum um skort á aðgengi og taldi að athugasemdirnar yrðu hugsanlega til þess að draga úr áhuga manna á úrbótum. Þjóðminjavörður brást hins vegar þannig við að Öryrkjabandalag Íslands var kallað til samráðs. Leiddi það til þess að aðgengisnefnd bandalagsins var stofnuð. Ef til vill starfar hún enn og átti nefndin hlut að máli þegar unnið var að aðgengismálum safnsins.
Þegar hugað er að varðveislu gamalla húsa þarf að finna þeim annað hlutverk en að gera þau að söfnum. Verði ákveðið að gera húsin hæf til notkunar sem almenningssöfn verður að veita fé til þess að gera þau aðgengileg. Það er hægt með ýmsum hætti og eru fjölmörg dæmi um slíkar breytingar á Norðurlöndum og víðs vegar um Evrópu.
Ég hef áður minnst á Galdrasafnið á Ströndum og háan þröskuld sem þar er á milli húshluta. Þegar spurt var um ástæðuna fyrir þröskuldinum var undirrituðum tjáð að brotinn hefði verið niður veggur milli tveggja sambyggðra húsa og þröskuldurinn væri til minja um að þarna hefði eitt sinn verið heill og órofinn veggur.
Íslendingar eru eftirbátar flestra menningarþjóða í Erópu á þessum sviðum og í Bandaríkjunum er vafasamt að söfn eins og Selasafnið, Galdrasafnið og Draugasetrið fengju starfsleyfi. Því væri rétt að hyggja að úrbótum áður en stofnuð verða fleiri söfn. Jafnframt þarf að herða mjög skilyrði þess að héraðs- eða einkasöfn fái styrki og eitt þeirra skilyrða ætti að vera afdráttarlaus krafa um aðgengi allra en ekki einungis sumra.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | 5.8.2010 | 10:38 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.