Í gær síðdegis fórum við hjólandi út í Nauthólsvík og fengum okkur kaffi á Nauthóli. Okkur þykir gott að koma þangað og veitingar yfirleitt góðar. Í gær var þar margt um manninn og gekk afgreiðsla afar seint. Við pöntuðum okkur sína ristuðu brauðsneiðina hvort og eina tertusneið sem við skiptum á milli okkar. Drukkum við sinn bollann af kaffi hvort.
Þegar við skoðuðum reikninginn í kvöld kom í ljós að herlegheitin höfðu kostað 2100 kr eða 1050 kr á mann.
Alveg blöskrar mér verðlagning sumra íslenskra veitingamanna. Jafnvel Noregur, sem hefur þó verið talið dýrasta land Evrópu, kemst ekki í samjöfnuðð við okkur. Í gær var framleiðslan öll í skötulíki á Nauthóli vegna fólksfjöldann. Engin undirskál var undir bollanum og ristaða brauðið var borið fram á einum diski handa okkur. Fleira hefði mátt finna að framreiðslunni.
Ég vona að einhver veki athygli veitingamannsins, sem ég hélt að væri sannkristinn heiðursmaður, á þessu okri og hvet fólk til þess að gæta vel að verðlaginu áður en fjárfest er í veitingum á þessum stað.
Í dag buðum við sonarsyni Elínar, Hring Árnasyni, föður hans og eiginkonu ásamt tveimur frændsystkinum Hrings í Borgarleikhúsið að sjá ronju ræningjadóttur. Skemmtu börn og fullorðnir sér konunglega. Aldrei þessu vant sofnaði ég ekki fyrir hlé eins og vant er þegar ég fer á leiksýningar. Textinn er svo samfelldur í sýningunni að ég naut hennar og leikmyndin og allt sem fylgir nútíma leiksýningum truflaði mig ekki.
Fyrir nokkrum árum hlustaði ég einu sinni sem oftar á leiklistargagnrýni í þættinum víðsjá í Ríkisútvarpinu. Þar var því blákalt haldið fram að leikhúsið væri ekki lengur eingöngu miðill orðsins heldur hefði orðið að hluta gengið sér til húðar og laða þyrfti fólk að með myndrænum tilþrifum. Þótti mér þetta afleit fullyrðing þótt varalítið hafi höfundur pistilsins haft nokkuð til síns máls. Eitt er víst að menn hafa gripið til ýmissa örþrifaráða til þess að túlka boðskap leikrita með sjónrænum hætti. Eru mér sérstaklega minnisstæðar sýningar á leikritum Tsékovs, en hann finnst mér hafa skrifað einna leiðinlegust leikrit allra leikskálda sem ég hef kynnst. Mávurinn er þó einna skástur. Það er sameiginlegt flestum persónum í leikritum hans að þeim leiðist og það svo mikið að boðskapurinn kemst vart til skila. En það er í tísku að halda upp á Gsjekov og þess vegna hafa fáir orð á þessu. Það gladdi því mitt gamla hjarta þegar ónefndur vinur minn, sem er áberandi sjálfstæðismaður og þjóðþekktur, sagðist hafa laumað sér út af einni frumsýningunni á leikverki eftir Tsjekov vegna þess að honum leiddist svo. Konan neitaði að koma með honum og neyddist hann til að hýma á tröppum Þjóðleikhússins í kulda og trekki þar til sýningunni lauk. Þessi gáfumaður telst þó einn af listamönnum þjóðarinnar.
Eftir leikhúsið fórum við suður í Hafnarfjörð hjólandi til sonar Elínar og eiginkonu, Árna Birgissonar og Elfu Hrannar Friðriksdóttur. Vorum við 52 mínútur að hjóla þessa rúma 15 km. Við fórum sem leið lá eftir göngustígnum meðfram Ægisíðunni út í Nauthólsvík, beygðum niður fyrir kirkjugarð og suður eftir meðfram Kringlumýrarbraut. Við fórum ýmsar krókaleiðir upp að Gerðarsafni og síðan niður með Kópavogshæli. Þar er enn verið að ganga frá göngustíg og er undirlagið svo ójafnt að vart er vinnandi vegur að hjóla þetta heldur verður að leiða reiðhjólið. Við hefðum getað sloppið við þessar ógöngur hefðum við farið fyrir Kársnesið, en það er þremur km lengri leið. Þarna liggja göngustígar í krákustígum og víða krappar beygjur. Oft hef ég velt því fyrir mér hvort þeir sem hanna göngu- og hjólaleiðir hér á höfuðborgarsvæðinu, gangi eða hjóli sjálfir. Þótt margt hafi verið vel gert er sumt með þeim ólíkindum að hvern mann undrar sem nýtir sér þessi samgöngumannvirki. Þá silast framkvæmdir áfram á hraða snigilsins og þurfa menn lengi að bíða eftir hverri úrbót.
Suður í Hafnarfirði átum við heilsteikt lamb og gerði ég það fyrir tengdadóttur mína að borða meira en ég hafði gott af. Birgir litli Þór var dálítið uppivöðslusamurn en foreldrar hans tóku í taumana. Þessi tæplega 15 mánaða gamli snáði er orkuríkur og fylginn sér. Honum fer ört fram og á fimmtudaginn var sagði hann í fyrsta skiptið Afi! og margendurtók þetta orð.
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.