Óskabarn ţjóđarinnar á tónleikum

.

Mikiđ var um dýrđir á upphafstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í gćr, 10. september. Uppselt var á tónleikana, enda Víkingur Heiđar Ólafsson einleikari, en einn tónleikagesta orđađi ţađ svo ađ hann vćri svo sannarlega „óskabarn ţjóđarinnar“. Stjórnandi var Ivan Volkov. Hann hlaut Gramophone-verđlaunin árin 2008 og 2009 og fékk frábćrar viđtökur á Proms-tónlistarhátíđinni 2009, enda má međ sanni segja ađ hann sé á

hátindi ferils síns um ţessar mundir. Hlustendum BBC World Servic og Ríkisútvarpsins gafst tćkifćri til ađ hlýđa á útsendingar ţar sem Volkov hélt á sprotanum og í gćr var hann í Háskólabíói og Ríkisútvarpinu.

 

Víkingur Heiđar var tilnefndur til Tónlistarverđlauna Norđurlandaráđs 2009 fyrir listsköpun sína og hefur á undanförnum árum komiđ fram međ nokkrum fremstu tónlistarmönnum heims, međal annars Martin Fröst og flautuleikaranum Denis Bouriakov, en ţeir munu halda tónleika í Carnegie Hall í desember nćstkomandi, eins og lesa má um í efnisskrá tónleikanna.

 

Á dagskrá voru verk eftir ungverska tónskáldiđ György Ligeti, Franz Liszt, Sergei  Rakmaninoff og Ígor Stravinskíj.

 

Fyrstu tvö verkin   voru fremur hefđbundin, en ţó verđur ađ hafa orđ á nútímalegri tónsköpun Lizts sem kemur ćvinlega á óvart.

 

Samleikur hljómsveitarinnar og Víkings Heiđars var međ fádćmum góđur. Stjórn Volkovs var ţannig ađ Víkingur virtist hafa í fullu tré viđ hljómsveitina og ég hef áđur vart heyrt betri samhljóm milli flygils og hljómsveitar hér á landi. Jafnvel bryddađi á ţví ađ leikur hljómsveitarinnar vćri of daufur. Ţađ er hrífandi ađ fylgjast međ ţví hvađ Víkingur Heiđar leikur ađ ţví er virđist áreynslulaust og er stundum sem ţrjár eđa jafnvel fjórar hendur séu á lofti í senn, eins og ég orđađi umsögn mína um Ástríđi Öldu sigurđardóttur.

 

Ţegar píanóveislunni lauk lék Víkingur Heiđar útsetningu sína á lagi Páls Ísólfssonar „Í dag skein sól“. Ţetta var eiginlega hálfgerđur sorgarmars hjá Víkingi og ég get vel ímyndađ mér ađ einhverjir vildu láta leika ţessa útsetningu sem útgöngulag í jarđarförinni sinni. Ţađ er ţó vart á allra fćri. Víkingur Heiđar útsetur íslensk sönglög ţannig ađ miklu ţarf ađ kosta til ađ leika ţau. Ţađ spillti dálítiđ fyrir ađ sá G-tónn á efra tónsviđi flygilsins, sem mest er notađur í laginu, hljómađi örlítiđ falskur. Hugsanlega er eitthvađ fariđ ađ gefa sig eđa Víkingur er of mikil hamhleypa ţessum flygli. Hćtti ég mér ekki nánar út í ţá sálma en vćnti ţess ađ einhver píanóleikari eđa stillingarmeistari útskýri ţetta.

 

Tónleikunum lauk svo međ Eldfuglinum eftir Igor Stravinskíj. Verkiđ er afar áhrifamikiđ en sveiflukennt eins og margt sem Stravinskíj samdi. Flutningur hljómsveitarinnar var óađfinnanlegur og kraftmikill.

 

Ţetta voru einstćđir og spennandi tónleikar, svo ćsandi á köflum ađ tónleikagestur nokkur hafđi orđ á ađ hann vćri ţvalur af svita eftir átökin viđ ađ hlusta. Urđum viđ sammála um ađ nautnin sem fylgdi slíkum tónleikum vćri slík ađ talsverđa orku ţyrfti til ađ njóta ţeirra. Vćri sennilega hverjum manni hollt ađ sćkja slíka tónleika engu síđur en ađ stunda gönguferđir, leikfimi og hljólreiđar.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband