OVI-kortin brátt aðgengileg blindu og sjónskertu fólki

Í dag hófst alþjóðleg prófun nýrrar tilraunaútgáfu farsímatalforritsins Mobile Speak sem gerir blindu og sjónskertu fólki kleift að nýta sér kosti OVI-kortanna. Hægt er nú að velja á milli aksturs- og gönguleiðsagnar.Vegna breytinga sem voru nýlega gerðar á kortunum hefur ekki náðst að fylgja þeim eftir, en fyrstu prófanir lofa góðu.

Ég prófaði forritið í kvöld. Birti það upplýsingar um húsnúmer og götur sem farið var yfir og vegalengdina að áfangastað. Að vísu eru enn nokkrir hnökrar á leit og lestri, en upphafið lofar góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sannarlega mikil bót. Til hamingju!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.10.2010 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband