Jónas Ingimundarson, Gunnar Guðbjörnsson og Ólafur Kjartan Sigurðarson fluttu lög Árna af mikilli innlifun og fágun. Þeir Ólafur og Gunnar eru ólíkir söngvarar um flest. Greinilegt var að þeir höfðu skipt með sér lögunum eftir því hver hentuðu hvorum og fluttu þeir báðir tónsmíðarnar með sínum hætti og af mikilli prýði.
Salurinn var þétt setinn. Mikill hluti áheyrenda var um eða yfir miðjum aldri, sem er ekki óeðlilegt, því að Árni var vinsælt sönglagatónskáld hér á landi langt fram eftir síðustu öld. Lög hans eins og Kirkjuhvoll, Dalavísur, Rósin o.fl. eru hverjum unnanda íslenskra sönglaga kunn.
Ég hef lengi dáðst að því hvað Árni var listfengur í tónsmíðum sínum. Þær skera sig úr flestum íslenskum sönglögum fyrri tíma að því leyti að undirleikurinn er mun þróaðri og fylgir síður laglínunni en hjá flestum tónskáldum. Þá eru útsetningar Árna iðulega fjölþættari en hjá öðrum sönglagahöfundum sem voru á dögum um svipað leyti og hann.
Sérstaka athygli mína vakti lag Árna við Draum hjarðsveinsins. Þar fóru saman einstök kímni og listfeng sköpun. Heyra mátti á Jónasi Ingimundarsyni að lagið væri í miklu uppáhaldi hjá honum.
Lagið Ingjaldr í skinnfeldi var sagt eitt hinna nýfundnu laga. Ég minnist að hafa heyrt það í Ríkisútvarpinu nokkrum sinnum, flutt af Þorsteini Hannessyni eða Sigurði Skagfield. Eigi að síður var gaman að heyra það enn á ný.
Lítt bólar á þjóðlegum áhrifum í tónsköpum Árna Thorsteinssonar, en það rýrir ekki gildi og fegurð laganna. Hann hefur greinilega sótt hugmyndir til Schuberts og annarra rómantískra tónskálda. Rómantíkinni fylgir iðulega angurværð og talsvert bólar á henni í mörgum laganna á meðan önnur eru full af bjartsýni og þrá, einkum þau sem fjalla um vorið og landið.
Árni Thorsteinsson var eitt af ástsælustu tónskáldum Íslendinga og svo sannarlega verður þess að minningu hans sé heiður sýndur.
Flokkur: Tónlist | 16.10.2010 | 13:42 (breytt 19.10.2010 kl. 19:46) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.