Nýtt fréttastef Ríkisútvarpsins

Fyrir skömmu ákvað fréttastofa Ríkisútvarpsins að taka í notkun nýtt frétastef. Þar með var hið aldarfjórðungs gamla stef Atla Heimis Sveinssonar leyst af hólmi.

Nýja stefið er í sjálfu sér góðra gjalda vert, en það vantar ýmislegt sem kynningarstef í útvarpi þarf að hafa.

Stefið er allt of hægt, tíðnisviðið hentar útvarpi og heyrist illa. Fjölmargir, sem tapað hafa heyrn, munu vart heyra stefið og hljómur þess vekur hvorki athygli né berst langt.

Það væri hægt að tjasla upp á stefið með því að hækka það um heila til hálfa áttund og herða á því um þriðjung til helming. Þannig yrði það ásættanlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband