Hugsanleg þáttaskil hjá Arnaldi

Í gær lauk ég við að lesa Furðustrandir eftir Arnald Indriðason. Endirinn kom á óvart þótt tónninn væri gefinn í upphafi bókarinnar.

Furðustrandir eru skyldastar Grafarþögn og Konungsbók. Þótt vissra þreytumerkja gæti hjá höfundi bregðast Furðustrandir þó ekki væntingum lesandans og halda honum föngnum þar til bókinni hefur verið lokið. Arnaldur vinnur skemmtilega. Þar sem Furðustrandir gerast á Austfjörðum velur höfundurinn nöfn á persónum sem eru algeng þar og sitthvað fleira bendir á vönduð vinnubrögð.

Galdur höfunda er að skilja lesendur eftir í eins konar tómarúmi og það tekst Arnaldi ágætlega í lok bókarinnar.

Góða skemmtun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurður

Ég hlakka mikið til að lesa þessa bók, en ég hef þráast við að kaupa hana þar sem jólin eru á næsta leyti. Bækur Arnaldar eru mjög spennandi og nær hann alltaf að halda manni hugsandi um bækurnar þar til síðustu síðu er lokið.

Er ég nú ekki mikill lestrarhestur, en bækurnar hans Arnalds læt ég ekki fram hjá mér fara.

Gísli Sigurður, 12.12.2010 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband