Græn orka og skordýraát

Í morgun spjölluðu þau saman á rás 1, Guðrún Gunnarsdóttir og Stefán Jón Hafstein, sem er í Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar. Greindi hann Guðrúnu frá því að nú færi regntíminn í hönd. Tækju termítar þá flugið og löðuðust að borgarljósunum þar sem þeir hryndu niður. Heimanenn safna þeim saman og steikja á pönnu, krydda þá og meðhöndla með ýmsum hætti og telst þetta herramanns matur.

Stefán sagðist enn ekki hafa borðað termíta. Ekki veit ég hvort hann hfyllir við þeim á samahátt og Vestmannaeyinga hryllir við að leggja sér lundapysjur til munns. Það rifjaðist upp fyrir mér að árið 2000 gæddi ég mér á silkilirfum í borginni rongsheng í Kína. Eitthvað fóru þessar lrfur fyrir brjóstið á sumum samferðarmönnum mínum sem stóðust ekki að sjá þær horfa á sig brostnum augum. Mér þóttu þær hins vegar dýrindis sælgæti. Séu termítar og önnur skordýr sambærileg að gæðum hef ég engar áhyggjur af framtíð mannkynsins. Miklu ódýrara er að rækta skordýr en kvikfénað, einkum nautgripi og er því sjálfsagt að huga að breyttu mataræði í náinni framtíð. Hver veit nema Íslendingar taki að rækta ánamaðka til manneldis og Stefán Jón benti reyndar á að Mývetningar gætu farið að veiða mýflugur í sama tilgangi. Græn orka og skordýraát. Það er framtíðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Hvaða meðlæti ætli sé best með ánamöðkum? Salat, auðvitað (1/3) kartöflumús og ánamaðkasósa?

Hvað borðaðir þú með lirfunum.

Hörður Sigurðsson Diego, 15.12.2010 kl. 01:50

2 Smámynd: Arnþór Helgason

Silkilirfurnar voru bornar fram sem sérstakur réttur. Á borðum var alls konar grænmeti og annað meðlæti. Því miður minnist ég þess ekki að sérstakt meðlæti hafi verið með lirfunum en þær voru hreinasta lostæti.

Stefán Jón Hafstein sagði í tölvupósti í gær að vinsæll skyndibiti í Malaví væru heilsteiktar mýs. Kannski músastofnin geti einnig orðið okkur til bjargar.

<

Arnþór Helgason, 15.12.2010 kl. 06:45

3 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Namm, maður fær alveg vatn í munninn.

Hörður Sigurðsson Diego, 15.12.2010 kl. 08:07

4 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Sæll félagi Arnþór!

Eigi man ég eftir silkilirfum í Rongsheng en man vel eftir að hafa skálað ótæpilega við innfædda.

Hvert er netfang þitt þessa dagana? Viltu senda mér á bgbros@simnet.is. Það er löngu kominn tími á að senda þér línu. Kær kveðja! Guðmundur Rafnkell Gíslason

e.s. svaka fín mynd af ykkur hjónum í alíslensku júníformi!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 16.12.2010 kl. 10:58

5 Smámynd: Arnþór Helgason

Heill og sæll, Guðmundur minn góður. Það er ekki von að þú munir eftir silkilirfunum. Þær voru ekki á borðum. Ég át þær fjórum árum áður. Hins vegar tókstu ekkert eftir ræðunni minni um vatnið sem ég hélt í veislunni, þegar ég komst loksin að.:) Kurteisari og skemmtilegri félaga en ykkur Gunnar Halldór hef ég vart vitað.

Ég sendi þér tölvupóst á eftir.

Arnþór Helgason, 16.12.2010 kl. 22:51

6 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

bgbros@simnet.is

kv. Gummi

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 17.12.2010 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband