Þegar stjórn Sóllheima hefur séð fram á að ekki verði farið að fyllstu kröfum hennar hefur hún enn sett á svið ljótan leik, þar sem hótað er að rjúfa og eyðileggja samfélag sem byggt hefur verið upp á Sólheimum. skemmst er þess að minnast, að árið 1987 voru miklar umræður um framlög til Sólheima og voru jafnframt uppi vangaveltur hjá Öryrkjabandalaginu og Þroskahjálp um lágmarksstaðla vegna íbúðarrýmis fatlaðs fólks. Stjórn og starfsmenn Sólheima settu málið þannig fram gagnvart skjólstæðingum sínum að samtökin ætluðu sér að eyðileggja heimilið og hrekja þá á brott. Var ósvífni eins starfsmannsins slík að á ráðstefnu Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar, sem haldin var 27. ágúst 1988, lýsti hann því fjálglega hvernig íbúarnir óttuðust um hag sinn o kviðu framtíðinni, þeirri framtíð sem útmáluð hafði verið fyrir þeim af ákveðnum starfsmönnum Sólheima þar sem öllu var snúið á hvolf.
Enn mætti fjölyrða um átökin á milli Páls Péturssonar og stjórnar Sólheima á 10. áratugnum sem enduðu með því að stjórnin fór að mestu sínu fram og Sólheimar fengu sérmeðferð í kerfinu. Nú þykist stjórnin enn ekki fá nóg og er því gripið til þess ráðs að lýsa því að rekstri sólheima verði hætt, leigusamningum við fatlað fólk sagt upp og framtíð þess þannig stefnt í voða. Þetta er ljótur leikur sem leikinn er gagnvart einstaklingum sem geta sumir ekki borið hönd fyrir höfuð sér.
Alexander Stefánsson, einhver merkasti félagsmálaráðherra fyrri aldar, sagði eitt sinn við mig að það væri bjarnargreiði að afhenda ríkinu sjálfseignarstofnanir að gjöf. Yfirleitt væri ástæðan sú að félögin, sem stæðu að baki stofnunum, treystust ekki til rekstrarins. Ætli hitt sé ekki einnig sönnu nær að eðlilegt sé að ríki og sveitarfélög taki að sér rekstur sjálfseignarstofnana eins og Sólheima til þess að íbúarnir þurfi ekki að vera háðir duttlungum misviturra stjórnenda. Hvers vegna er hægt að ákveða einhliða af nokkrum einstaklingum að búsetu fjölda fólks sé stefnt í voða með þeim hætti sem nú er gert?
Hvenær ætla stjórnendur Sólheima að hætta að hafa fatlað fólk að leiksoppi? Er ekki komið nóg?
Áframhaldandi þjónusta tryggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.12.2010 | 20:49 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tek undir með þér Arnþór. Þetta er makalaust upphlaup af hálfu stjórnenda Sólheima. Þar á bæ virðast menn ekki hika við að beita fyrir sig varnarlausum einstaklingum, sem þeim væri nær að vernda.
Eiríkur Hans Sigurðsson, 15.12.2010 kl. 21:18
Góð og þörf grein. Ekki má heldur gleyma frjálsu framlagi sem Sólheimar fá á hverju ári og má þar nefna t.d. Lionsklúbbinn Ægir.
Sigurður I B Guðmundsson, 15.12.2010 kl. 22:35
Mjög fróðlegt, takk fyrir.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 16.12.2010 kl. 01:48
Góður, takk. Mér fannst málið lykta svolítið af barnalegri samningatækni.
Hörður Þórðarson, 16.12.2010 kl. 04:04
ljótur leikur hjá stjórn Sólheima
Magnús Ágústsson, 16.12.2010 kl. 05:08
Sæll Arnþór,
Mér finnst ég vera tilneyddur til að svara þessari grein þinni þar sem ég ber mikla virðingu fyrir því starfi sem þú hefur unnið í þágu fatlaðra. Hins vegar finnst mér óskaplega sorglegt þegar baráttufólk fyrir hönd fatlaðra kemur fram með aðra eins fordóma gagnvart staðnum og birtist í grein þinni. Ég er starfsmaður á Sólheimum og því alls ekki hlutlaus í þessari umræðu en tel mig hins vegar þekkja all vel til reksturs Sólheima. Hugmyndafræðin er í raun einföld en á Sólheimum er búið að byggja upp samfélag sem byggir á forsendum fatlaðra. Hvert einasta handtak er miðað að því að hafa blandað, fordómalaust samfélag þar sem allir verða aðlaga sig að þörfum hvers annars.
Á Sólheimum búa 100 manns í þéttum byggðarkjarna í sátt og samlyndi, fatlaðir sem „ófatlaðir“. Með því að setja „ófatlaða“ innan gæsalappa er ég að vísa til orða vinar míns og nágranna, Reynis Péturs, sem sagði eitt sinn í viðtali að við værum í raun öll fötluð, bara á mismunandi hátt. Af þessum 100 íbúum eru 43 einstaklingar sem hafa greinst með fötlun en við hin sem ekki höfum fengið greiningu eru starfsmenn, makar þeirra og börn á öllum aldri, auk einstaklinga sem einfaldlega hafa hrifist af staðnum og kusu að setjast þar að. Íbúarnir nýta mismunandi húsnæði allt eftir því sem hentar hverjum og einum, sumir búa einir, aðrir eru í sambandi og einhverjir á sambýli, allt eftir vilja hvers og eins eða þjónustuþörf.
Menningarlíf á staðnum er blómlegt, kaffihúsið er mikið notað af öllum íbúum, verslunin er vel nýtt og íþróttahúsið, svo ekki sé talað um líkamsræktarstöðina og sundlaugina. Allar helgar yfir sumartímann eru tónleikar og aðrar uppákomur í boði og yfir vetrartímann er skemmtilegt félagslíf sem allir íbúar sækja, fatlaðir jafnt sem „ófatlaðir“, þó reynt sé að hafa félagslífið sem mest á forsendum hinna fötluðu en hinir „ófötluðu“ aðlaga sig einfaldlega að þeirra þörfum og njóta þess sem staðurinn býður upp á forsendum heimilisfólksins.
Kirkjan er gott dæmi þar um, en kirkjustarfið er algjörlega á forsendum heimilisfólksins sem sum koma í kirkju en önnur ekki, en það er að sjálfsögðu þeirra val. Þeir sem áhuga hafa á að sækja guðþjónustu ganga einfaldlega til kirkju á messutíma eða keyra í hjólastólnum sínum, en þurfa ekki að panta ferð hjá ferðaþjónustu fatlaðra með eins dags fyrirvara til að fara í Skálholt eða Mosfell. Stundum veit maður nefnilega ekki fyrr en 10 mínútum í messu hvort mann langar að fara, og það á jafnt við um fatlaða sem „ófatlaða“. Kirkja á Sólheimum snýst því síður en svo um einangrunarstefnu, heldur þvert á móti um meira val og frjálsræði fyrir íbúana, hvort sem þeir eru fatlaðir eða „ófatlaðir“.
Á Sólheimum er rekin garðyrkjustöð, skógræktarstöð, verslun, kaffihús, gistiheimili, bakarí, matvinnsla, mötuneyti og fræðasetur og auk þess sex mismunandi listvinnustofur. Stundum fæ ég á tilfinninguna að fólki þyki þessi atvinnurekstur vera eitthvað sem komi heimilisfólkinu illa, jafnvel bara spilling og fjáraustur sem á engan rétt á sér, og réttara væri að nota peningana í „þjónustu“ fyrir hina fötluðu. Staðreyndin er hins vegar sú að tilgangurinn er eingöngu sá að skapa fjölbreytni í atvinnu og félagsstarfi fyrir íbúa staðarins, og hvað er það annað en þjónusta? Ef fatlaðan einstakling langar í latté á hann ekki að þurfa að ákveða það með dags fyrirvara og panta sér far hjá Ferðaþjónustu fatlaðra til að komast niðrí bæ. Og ef hann er leiður á að vinna á vefstofunni getur hann einfaldlega sótt um vinnu t.d. í bakaríinu eða gistiheimilinu. Fatlaðir einstaklingar eiga nefnilega líka rétt á því skipta um vinnu ef þeim sýnist svo.
Það er ljóst að þótt þetta búsetuform henti býsna mörgum á það alls ekki við um alla og er það bara allt í lagi. Staðreyndin er hins vegar sú að það er hvergi auðveldara að einangrast en í fínni einstaklingsíbúð á fínum stað í Reykjavík og það á ekki bara við um fatlaða. Að tala um einangrun úti á landi í umræðu um Sólheima er því algjörlega út í bláinn. Á Sólheimum skiptir hver einasti einstaklingur máli og það er hreinlega dásamlegt að sjá vináttuna sem þar ríkir á milli íbúa, og hvernig þeir hlúa hver að öðrum.
Fatlaðir eintaklingar eiga að hafa val um hvort þeir vilja búa í þéttbýli , þorpum eða sveit og eru Sólheimar eitt úrræði sem hentar býsna mörgum. Það sorglega við umræðuna er að búið er að persónugera hana um stjórnendur Sólheima og væna þá um allskyns spillingu, auk þess sem flokkspólitík hefur verið beitt fyrir sig í árásum á þá eða samfélagið á Sólheimum.
Staðreyndin er einfaldlega sú að ef ekki hefði verið barist hraustlega fyrir tilvist staðarins væru misvitrir embættismenn þessa lands frá 1930-2010 búnir að koma í veg fyrir þá uppbyggingu sem byggir grunninn að þessu samfélagi. Ef þú skoðar sögu Sólheima er með ólíkindum hversu mikið þeir hafa lagt á sig við að koma stjórnendum Sólheima undir, hvort sem þeir heita Sesselja, Pétur eða eitthvað annað og því ekki skrítið að forsvarsmenn Sólheima séu hvekktir og langþreyttir.
Í lokin vil ég benda á að þeir fjármunir sem deilt er um eru einungis notaðir til að þjónusta heimilisfólkið á Sólheimum og ekki í neitt annað. Fasteignir hafa allar verið byggðar fyrir styrki og rausnarlegar gjafir, framlag frá framkvæmdasjóði fatlaðra (sem nú hefur verið lagður niður), auk að litlum hluta arðs frá atvinnustarfsemi staðarins og sé ég ekki glæpinn í því. Sólheimar eiga einfaldlega stóran hóp velgjörðarmanna og hlýtur það að segja eitthvað um gæði starfseminnar sem þar fer fram. Við þurfum að nýta þessar 270 milljónir sem okkur eru úthlutaðar til þess að þjónusta okkar heimilisfólk, á meðan t.d. Skálatún, sem þjónar 38 einstaklingum, fær tæpar 370 milljónir. Sólheimar hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa of fátt fagfólk í vinnu, en það segir sig sjálft að auðveldara er að ráða til sín fleira fagfólk fyrir 370 milljónir en 270. Hins vegar er hvert einasta stöðugildi á Sólheimum vel skipað og annarri eins samkennd og öðru eins hugsjónastarfi hef ég ekki kynnst annars staðar.
Arnþór, rekstur Sólheima er örugglega langt frá því að vera hafinn yfir gagnrýni en hún verður að vera málefnaleg og væri mikill heiður að fá þig í heimsókn og sýna þér á staðnum hvað við erum að gera og hvernig við erum að vinna og taka síðan kröftuga umræðu í kjölfar þess.
Með vinsemd og virðingu,
Erlendur Pálsson
Forstöðumaður atvinnusviðs á Sólheimum
(Aðrir sem hér hafa lýst skoðun sinni eru einnig hjartanlega velkomnir í heimsókn og lofa ég því að vel verður tekið á móti öllum!)
Erlendur Pálsson (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 21:24
Með skrifum Arnþórs hafa Sólheimar fengið hreint vottorð. Ég sver að ég var ekki viss. Blessaður sé fjandskapur þeirra bræðra.
Erlendur Pálsson! Hvað á þessi setning að þýða? "............sorglegt þegar baráttufólk fyrir hönd fatlaðra"
Kristján Sigurður Kristjánsson, 17.12.2010 kl. 22:16
Sæll, Erlendur og þakka þér ágæta grein.
Flest er rétt og satt sem þú segir. Þú sneiðir hins vegar hjá merg málsins sem hefur lítið að gera með þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað á Sólheimum og þú hlýtur einnig að vita hvernig bókhaldi staðarins hefur verið háttað eða var háttað. Ég kom að Sólheimum skömmu eftir aldamótin á vegum stjórnarnefndar málefna fatlaðra og skoðaði þar alla króka og kima. Var það afar áhugavert. Umræðurnar á eftir vörpuðu hinsvegar í hnotskurn ljósi á þann vanda sem við var að stríða og átti ekkert skylt við meintan fjandskap nefndarmanna í garð Sólheima.
Við síðustu athugasemd hef ég það að athuga að ég veit ekki til þess að ég hafi sýnt fjandsemi í garð þess starfs sem unnið er að Sólheimum. Hins vegar set ég mjög stórt spurningarmerki við ýmislegt sem ákveðnir forystumenn hafa látið sér um munn fara. Þá veit ég heldur ekki til þess að bræður mínir hafi haft nokkur afskipti af Sólheimum. Einn þeirra kann að hafa greitt götur íbúa Sólheima vegna atvinnu sinnar og sjálfur beitti ég mér í nokkrum málum sem komu staðnum að gagni, þótt ég léti ekki ævinlega að öllum kröfum. Ég vænti þess að sá sem skrifaði þessa athugasemd spyrði ekki aðra einstakling við undirritaðan.
Arnþór Helgason, 17.12.2010 kl. 22:58
Sæll Arnþór
Nú veit ég ekki hvað þú tekur vera merg málsins en mínum huga er hann hvernig samfélag Sólheimar eru í dag, hvernig fólkinu líður og hverjir framtíðar möguleikar Sólheima eru.
Það er þér ekki sæmandi að ljúka umræðu með hálfkveðnum aðdróttunum eins og þú gerir með tilvísunum um bókhaldsmisferli eða einhvern óskilgreindan „vanda“ Sólheima.
Það er kristaltært í mínum huga að Sólheimar væru ekki það sem þeir eru í dag ef embættismenn hefðu fengið þau völd yfir rekstri Sólheima sem þeir hafa sóst stíft eftir frá stofnun samfélagsins.
Þú veist líka jafn vel og ég að deilurnar um bókhaldið sem getið er um í skýrslu ríkisendurskoðunar snerist um hvernig fjármagninu var ráðstafað innan rekstursins en ekki saknæma meðferð fjár eða arðgreiðslur sem hafa aldrei verið greiddar út úr rekstrinum, það er allt í lagi að vera ósammála um tilvist eða rekstur Sólheima en mér finnst það ekki ósanngjörn krafa að rökstyðja því sem skellt er fram og ekki skilja við umræðuna sem órökstudda aðdróttun
Erlendur Pálsson (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 01:06
Erlendur ég held að þið á Sólheimum séuð að misskilja umræðuna nokkuð. Ég hef lesið skýrlsu Ríkiisendurskoðunar frá 2002. Þar kom fram gagnrýni á það að skv. þjónustusamningi var kveðið á um að ákveðin prósenta færi í beina þjónustu við það fatlaða fólk sem bjó á Sólheimum en það var mun minna sem fór í það sem er kölluð bein þjónusta og mun meira í það sem þeir skilgreindu sem aðra starfsemi.
Held að allir séu sammála um að fatlað fólk má kjósa að búa hvar sem sem það vill og Sólheimar virðist vera paradís fyrir þá sem kjósa að búa í sveit og í sjálfbæru samfélagi. Allir sammála um að þetta sé athyglisvert fyrirkomulag. Samt ekki eitthað sem allir myndu sækjast eftir ef þeir hefðu val.
Ef að Sólheimum finnst að þeir fái ekki framlög með tilliti til þjónustuþyngda þá gæti það nú verið vegna þessarar samningtækni sem menn þar viðhafa eins og Arnþór er að tala um. Það er náttúrulega með ólíkindum að menn sem bera ábyrgð á nær öllum þáttum 42 einstaklinga skuli ár eftir ár neita að gera nýja samninga.
Síðan þetta að beita svo fólki með fötlun fyrir sig í baráttu sinni er með öllu ólíðandi. Og eins að allar byggingar og allir styrkir eru komninr til vegna þess fatlaða fólks sem býr á Sólheimum og þessar yfirlýsingar um að segja upp þjónuustu við fatlað fólk en reka aðra starfsemi áfram er móðgun við þá sem hafa gefið fé til Sólheima.
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.12.2010 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.