Skrifum undir!

Íslendingar hafa enn ekki bitið úr nálinni vegna heimskupara iðnaðarráðherra Framsóknarflokksins og íslenskra embættismanna sem héldu að einkavæða þyrfti íslensku orkufyrirtækin. Hvar í flokki sem menn finnast átta þeir sig nú á þeim afglöpum sem framin vru.

Alþingi verður að taka í taumana og vinda ofan af þessari vitleysu. Fórnarkostnaðurinn gæti orðið nokkur en hann skilar sér.

Skrifum undir.


mbl.is Tæplega 33.000 áskoranir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Í fyrsta lagi þá á HS Orka engar orkuauðlindir. Orkuauðlindir á Reykjanesi eru og hafa alltaf verið í eigu sveitarfélaganna þar sem landeigenda.Nú er það svo að samkvæmt lögum þá er eignarhald á náttúruauðlind, hvort sem að þær eru í formi vatnsfalla eða jarðvarma í höndum landeiganda á hverjum stað. Undirskrift þín talar um að náttúruauðlindir eigi að komast í eigu þjóðarinnar. Þú ert þá að skrifa undir þjóðnýtingu náttúruauðlinda, þær séu teknar úr eigu landeigenda á hverjum stað og færðar til ríkisins. Ef að það verður gert þá hlýtur þú að gera þér grein fyrir að slíkur tilflutningur á eignarhaldi felur í sér að sanngjarnt verð komi til núverandi eigenda á náttúruauðlindinni, nefninlega landeiganda á hverjum stað.

Mig grunar að þið hafið látið Björk og Ómar all illilega blekkja ykkur eins og mun koma fram ef að Alþingi fer að kanna mögulega lagasetningu í þessa veru. Þá munu koma fram lögfræðileg sjónarmið landeigenda sem og sjónarmið HS Orku. Þau sjónarmið hafa reyndar margsinnis komið fram að HS Orka hefur aldrei átt orkuauðlindir, aðeins leyfi til þess að nýta sér þær í tiltekinn tíma.

Jóhann Pétur Pétursson, 8.1.2011 kl. 22:38

2 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Það er fráleitt að þjóðnýta náttúruauðlyndir. 

Í minni gömlu sveit og víðar eiga bændur jarðir sínar.  Það þótti ekki góð latína að menn og konur yrðu leiguliðar.  Samyrkjubúsakapur ekki til bóta.

Við þurfum hins vegar að krefjast þess að vel sé hugað að rammanum þannig að samkeppni virki á sviði orkumála sem og annars staðar (það átti líka að hafa gott eftirlit með bönkunum en það brást).  

Það hvaða náttúruauðlindir á að vernda það er allt annað mál.

Það að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um að þjóðnýta þetta og hitt er eftir öðru.  Að sjálfsögðu gæti fólk almennt haldið að það væri að kjósa sér í hag ef það fær að bara se svona að kjósa einhverja tiltekna eign í sína eigu.   Það mætti eins hafa atkvæðagreiðslu meðal starfsmanna t.d. Icelandair um að þeir bara eigi fyrirtækið.  Hver myndi ekki vilja það, ef það væri löglegt.  

Eignarréttur er gundvallaratriði sem við verðum að skilja og virða.  Það er okkur fyrir bestu til langs tíma litið.

Guðjón Sigurbjartsson, 9.1.2011 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband