Sjálfsmark Agnesar Bragadóttur

Pirringur sjálfstæðismanna í garð borgarstjóra Reykvíkinga er skiljanlegur, enda hefur hann ofboðið fleira fólki með kjánaskap sínum en flestir aðrir í hans stöðu.

Í Sunnudagsmogganum fer Agnes Bragadóttir hamförum vegna ýmissa skerðinga sem Besti flokkurinn eða Langversti flokkurinn, eins og hún vill kalla hann, hefur staðið fyrir ásamt Samfylkingunni. Hún gleymir því þó að þessir tveir flokkar hafa hækkað framfærsluviðmiðið og komið þannig þeim, sem minnst mega sín, til hjálpar.

Ekki minnist ég þess a fjallað hafi verið um þessi mál í Morgunblaðinu með jafnskeleggum hætti og Agnes ræðst á Jón Gnarr og guðföður Besta flokksins, Dag B. Eggertsson, eins og hún kallar þann síðarnefnda. Það væri hins vegar vel þess virði að jafngreindur blaðamaður og Agnes, sem er vel að sér um ýmsa hluti, tæki sig nú til og rannsakaði þau hryðjuverk sem Sjálfstæðisflokkurinn, fyrst með Alþýðuflokkinn hangandi aftan í sér (Jóhanna spyrnti þó á móti) og síðar Framsóknarflokkinn frömdu á íslenska velferðarkerfinu. Hæg væru heimatökin að ræða við guðföður þeirra skemmdarverka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ég held að allir sem hafa einhverja sjálfstæða hugsun séu löngu hættir að taka mark á Agnesi Bragadóttur og öðrum hennar líkum.  Það er alveg sama um hvað hún skrifar, pólitíkin skín allsstaðar í gegn.

Þórir Kjartansson, 16.1.2011 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband