Ráða verður bót á mannréttindabrotum

Í haust var vakin athygli á því á þessum síðum að lög um stjórnlagaþing brytu gegn réttindum blindra og sjónskertra kjósenda. Vafalaust hefði verið hægt að sníða af ýmsa agnúa hefði verið tekið mark á ábendingum sem látnar voru í té í aðdraganda málsins.

Hvað sem gert verður, þarf að tryggja að menn geti neytt atkvæðisréttar síns í einrúmi og kjörgögn þurfa að vera þannig úr garði gerð að fólk geti greitt atkvæði óháð öðrum en sjálfum sér.

Væri ekki ráð að skipa sérstaka sveit valinkunnra karla og kvenna til þess að fara yfir leiðir sem færar eru vegna kosninganna? Ef til vill væri rétt að vekja athygli á tillögu, sem ritstjóra þessara síðna barst í haust, þar sem lagt var til að slembiúrtak yrði látið ráða hverjir byðu sig fram.

Eitt er víst. Samtök fatlaðra verða að standa vörð um hagsmuni síns fólks í framhaldi þessa máls. Stjórnvöld og embættismenn gera það trauðla.


mbl.is Kemur ekki til greina að hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.1.2011 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband