Ég hugðist því leita að gögnum á heimasíðu réttarins í gær um þessi mál og komst þá að því að síðan er glóruleysingjum ekki aðgengileg. Ég hef að vísu vakið athygli réttarins á þessu áður en sendi meðfylgjandi bréf:
Heiðraði móttakandi.
Ég hef orðið var við þann annmarka á heimasíðu réttarins að hún er ekki aðgengileg. Notendur eru beðnir að skrá tölur sem birtast á skjánum. Þeir sem eru blindir eða sjónskertir og nota skjálesara eiga óhægt um vik.
Ég vænti þess að Hæstiréttur leggi áherslu á að gera aðgengi að gögnum réttarins sem best úr garði. Hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að bæta úr þessum annmarka? Sé svo, hvenær má þá vænta úrbóta?
Virðingaryllst,
Arnþór Helgason, fv. formaður og framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands
Í dag barst svar skrifstofustjóra réttarins:
Góðan daginn. Á heimasíðu Hæstaréttar eru birtir allir dómar réttarins frá 1. janúar 1999 og meginreglan er sú að þeir séu birtir með nöfnum aðila og jafnvel vitna. Margir aðilar gerðu athugasemdir við að leitarvélar t.d. google, fyndu nöfn þeirra í dómum réttarins, stundum allgömlum og töldu viðkomandi að með því væri vegið gegn persónuvernd sinni. Tæknimenn Hæstaréttar reyndu nokkrar leiðir til að takmarka leit leitarvéla á heimsíðunni, en aðrar en sú sem valin var og þú kvartar yfir reyndust ekki skila fullnægjandi árangri. Af þessari ástæðu eru ekki uppi áform um að breyta gildandi fyrirkomulagi varðandi aðgengi að heimasíðu Hæstaréttar.
Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri.
Nú sídegis var eftirfarandi svar sent:
Góðan dag, Þorsteinn.
Það er hægt að ná svipuðum árangri með því að nota spurningar eins og birtast t.d. á Morgunblaðsblogginu þegar athugasemdir eru gerðar. Þá er t.d. spurt:
Hver er summan af 5 og 9
Myndir af tölum, sem ekki er hægt að skynja með skjálesurum, fela í sér ákveðna mismunun, sem er ekki Hæsta rétti samboðin. Hægt er að setja sérstakan búnað á síður sem les upp tölurnar fyrir þá sem þurfa þess með. Einnig væri hægt að nota svipaðar aðferðir og bankarnir, þegar menn fá sendar tölur í farsíma og geta lyklað þær inn.
Ég vænti þess að Hæsti réttur taki þessi mál til úrlausnar.
Virðingarfyllst,
Arnþór Helgason
Arnþór Helgason,
Tjarnarbóli 14,
170 Seltjarnarnesi.
Símar: 5611703, 8973766
Netfang: arnthor.helgason@simnet.is
Ég hef hugsað mér að fylgja þessu máli eftir. Æskilegt væri að heildarsamtök fatlaðra tækju málið upp á sína arma.
Nú kemur okkur í koll að ekki skyldu sett lög um aðgengi að upplýsingum og er raunalegt til þess að vita að engin alþingismaður, jafnvel ekki þeir, sem hagsmuna eiga að gæta, skuli hafa haft forgöngu um jafnsjálfsögð mannréttindi og aðgengi að upplýsingum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Tölvur og tækni, Vefurinn | 1.2.2011 | 17:46 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.