Yrsa Sigurðardóttir, byggingaverkfræðingur, er snjall rithöfundur. Sögur hennar eru ekki formúlukenndar eins og sumt sem Dan Brown hefur ritað og leggur Yrsa sig fram um að kynna sér aðstæður á þeim stöðum sem hún ritar um.
Sagan "Ég man þig" fjallar um dularfulla atburði sem gerast á Hesteyri og óvænt tengsl millum nútíðar og þátíðar. Þar er magnaðri draugagangur á ferð en þegar sjálfur djákninn á Myrká gekk aftur og tekur því fram sem Miklabæjar-Solveig hefur verið sökuð um.
Persónusköpun Yrsu í sögunni er prýðileg og atburðarásin grípur lesandann jafnföstum tökum sem ímyndaðir, ískaldir draugsfigur þegar þeir kreppastað hálsi fórnarlambsins sem má sér enga björg veita. Reyndar neyðist höfundur til þess að skjóta örítið yfir markið undir lok bókarinnar til þess að losna úr eins konar ógöngum, en það er smávægilegt miðað við það sem vel hefur tekist í bókinni.
Yfirleitt skrifar Yrsa allgott mál. Þó hefur hún látið undan vissum tilhneigingum og virðist forðast ýmislegt sem talið hefur verið gott og gilt um aldaraðir hér á landi.
"Gerðu það?" virðist vera að hverfa úr málinu og í bók Yrsu segir fólkið "Plís?"
Þá eru menn hættir að fást við hitt og þetta eða taka á hinu og þessu heldur tækla menn allt millum himins og jarðar. Það eru ekki mörg ár síðan undirritaður vissi ekki hvað þessi sögn þýðir. Ef til vill hefur farið eins fyrir Íslendingum hinum fornu þegar þeir þurftu að kyngja tökuorðum úr ensku sem bárust hingað með kristninni og svo hefur víst verið á öllum tímum.
Draugasaga Yrsu Sigurðardóttur er skemmtileg bók og hleypir huganum á heilmikið flug. Vafalaust á eftir að gera eftir sögunni magnaða draugakvikmuynd sem fer sigurför um allan heim og sópar að sér verðlaunum. Þar til að því kemur eru lesendur þessa bloggs eindregið hvattir til að kynna sér þessa mögnuðu draugasögu sem er verðugur arftaki hefðbundinna, íslenskra draugasagna.
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkur: Menning og listir | 6.2.2011 | 22:06 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319718
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll frændi minn. Ég er einmitt að lesa þessa bók. Lofar góðu það sem komið er. Ég hálf kvíði því að lenda í draugunum en maður verður að láta sig hafa það.
Magga Rósa (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.