Hæsti réttur Íslands hefur í dag gert heimasíðu sína aðgengilega og afnumið þær hindranir sem voru settar á heimasíðuna í þeim tilgangi að verja meinta hagsmuni þeirra sem hlotið höfðu dóma, samanber bréfaskipti mín við Hæsta rétt á þessari síðu.
Í kjölfar bréfs míns til Hæsta réttar sendi aðgengisfulltrúi blindrafélagsins, birkir Rúnar Gunnarsson, réttinum bréf sem birt er hér. Ástæða er til að þakka Hæsta rétti skjót viðbrögð og skilning á málinu.
>
To: "blindlist" <blindlist@ismennt.is>
Sent: Friday, February 04, 2011 5:43 PM
Subject: [Blindlist] Bréf til Hæstaréttar
Sælir listamenn.
Eftirfarandi bréf hefur verið sent til Hæstaréttar vegna vefaðgengis
að
http://www.haestirettur.is
Bíðum við nú svara.
-Birkir
Kæri viðtakandi
Ég starfa sem aðgengisfulltrúa Blindrafélagsins, Samtaka Blindra og
Sjónskertra á Íslandi (
www.blind.is
) á sviði upplýsingatækni.
Meðal annars starfa ég við að tryggja aðgengi blindra og sjónskertra
að vefsíðum og að rafræna upplýsingasamfélaginu.
Okkur þykir það mjög miður að heimasíða Hæstaréttar hefur verið gerð
þannig úr garði að blindir notendur geta alls ekki nýtt sér þær
upplýsingar sem þar er að finna.
Ástæða þess er að notendum er ekki leyft að skoða síðuna nema með því
að slá inn tölur sem birtast á mynd á síðunni, en myndin er ekki
aðgengileg með þeim skjálestrarforritum sem blindir og sjónskertir
einstaklingar nota til þess að skoða vefinn.
Skjálestrarforrit sem notuð eru til þess að lesa heimasíður (þ.e.a.s.
breyta rituðum texta á síðu í talmál eða punktaletur) geta ekki túlkað
myndir (þar sem myndir eru í raun ekkert nema fylki af lituðum punktum
en ekki eiginlegir stafir), og skjástækkunarforrit eiga erfitt með að
stækka myndir, nema þær séu gerðar með svokallaðri SVG tækni.
Vegna þeirra skilyrða sem sett eru á síðunni, og okkur skilst séu þar
til þess að vernda nöfn þeirra sem koma við skráð dómsmál, geta
blindir og sjónskertir notendur skjálesara ekki flett neinu upp á
síðunni (þmt dagsskrá réttarins og fleiru).
Það hlýtur að vera réttur allra landsmanna að geta verið meðvitaðir um
hvaða lög og reglur gilda í landinu og eiga alir landsmenn því rétt á
að geta nálgast svo mikilvæg gögn sem dómar Hæstaréttar eru.
Auk þess vil ég benda á Upplýsingastefnu íslenskra stjórnvalda um
netríkið Ísland, sem finna má hér:
www.ut.is/media/Skyrslur/Stefnuskjal_2,5.pdf
en stefnuskráin nær yfir stefnu stjórnvalda í rafrænum upplýsingamálum
fram til ársins 2012.
Í fjórða lið um markmið þjónustu í skránni segir:
"Gæði opinberrar þjónustu á netinu verði aukin með því að miða hana
við þarfir og ávinning netborgarans. Hugað verði að aðgengi og þörfum
allra samfélagshópa ss fatlaðra ....."
og einnig
"Opinberir vefir fullnægi skilyrðum um aðgengi fatlaðra (amk kröfur
W3C um a-vottun).
Reyndar er þessi tilvísun ónákvæm, en eini W3C (Worldwide Web
Consortium) staðallinn sem hér á við er WCAG (Web Content
Accessibility Guidelines) útgáfa 2, vottun (compliance level) a.
http://www.w3.org/TR/WCAG20
í 1.1.1. lið segir:
"Non-text Content: All non-text content that is presented to the user
has a text alternative that serves the equivalent purpose, except for
the situations listed below. (Level A)
CAPTCHA: If the purpose of non-text content is to confirm that content
is being accessed by a person rather than a computer, then text
alternatives that identify and describe the purpose of the non-text
content are provided, and alternative forms of CAPTCHA using output
modes for different types of sensory perception are provided to
accommodate different disabilities.
"
Þetta þýðir að vissulega má setja einhvers konar "CAPTCHA" eða
ritvernd á síðuna en þá verður að bjóða upp á ritvernd sem gagnast
notendum sem skjá ekki á skjáinn. Sem dæmi má sjá bloggvef mbl.is,
eins og Arnþór Helgason hefur þegar bennt á. Einnig eru oft notaðar
hljóðupptökur af talmáli sem spilaðar eru og texti sem slá þarf inn er
lesinn.
Að lokum mætti ímynda sér þjónustu þar sem tölur eru sendar í gegnum
sms skilaboð og notendur geta skráð sig inn, þannig að einungis þurfi
að fara í gegnum svoleiðis feril einu sinni.
Ég tel einnig alveg óþarft að öll síða réttarins sé læst með þessum
hætti þmt dagsskrá og aðrir tenglar sem hafa ekki beint með dómsmál að
gera.
Telja má upp fleiri skuldbindingar sem Ísland hefur tekið á sig og
varða aðgengi fatlaðra að netinu ss. ráðherrayfirlýsingu EES um
rafræna stjórnsýslu, sem nálgast´ má hér:
http://www.ut.is/frettir/nr/4274
en þar segir í 9. lið enskrar útgáfu:
"...We will develop inclusive services that will help to bring down
barriers experienced by digitally or socially excluded groups..."
Að þessu gefnu teljum við alveg augljóst að opinberum stofnunum á
Íslandi beri skylda til þess að tryggja aðgengi allra landsmanna,
þ.á.m. blindra og sjónskertra einstaklinga, að almennum upplýsingum á
vef þeirra. Við vonumst til þess að Hæstiréttur sjái sóma sinn í, og
leggi metnað í, að aðgengi allra að þeim mikilvægu upplýsingum sem þar
er að finna, sé tryggt.
Að sjálfsögðu skiljum við vel að aðgengi blindra notenda er oft ekki
eitthvað sem hugsað er út í almennt og erum við að vinna að betri
uppfræðslu og menntun vefforritara svo þeir viti af þeim sérþörfum sem
sinna þarf fyrir slíka notendur (en þær þarfir eru oft áþekkar þeim
sem farsímanotendur með litla skjái hafa einnig).
Hins vegar vitum við að Hæstiréttur vissi af þessum sérþörfum vegna
samskipta sem áttu sér stað fyrir nær sléttu ári síðan og enduðu með
að tölulæsingu var aflétt af síðunni, amk umtíma.
Það að læsingin hafi verið sett á aftur án samráðs við Blindrafélagið
eða án þess að leiða hafi verið leitað til að finna aðgengilegri
lausnir þykir okkur hins vegar miður.
Við erum alltaf tilbúin að koma að umræðum um hugsanlegar lausnir og
aðstoða við prófanir og rannsaka bestu tækni sem tryggir öryggi
vefsíðu en einnig aðgengi félagsmanna okkar, en þetta er okkur það
mikilvægt mál að við verðum að ganga hart fram í því að aðgengi
félagsmanna okkar sé tryggt.
Ég treysti því að við höfum sömu markmið í þessum málum og að við
finnum farsæla lausn sem bæði tryggir það öryggi sem þið teljið ykkur
þurfa án þess að það skaði rétt félagsmanna okkar til þess að geta
skoðað upplýsingar sem varða daglegt líf, lög og reglur í íslensku
samfélagi.
Virðingarfyllst
-Birkir R. Gunnarsson
_______________________________________________
Blindlist mailing list
Blindlist@listar.ismennt.is
http://listar.ismennt.is/mailman/listinfo/blindlist
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.2.2011 | 20:25 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.