Athyglisþörf Íslendinga verður seint fullnægt. Stundum verður hún hlægileg og velta menn þá fyrir sér tilganginum. Gerast menn jafnvel svo djarfir að fá forseta lýðveldisins í lið með sér til þess að bera á borð fyrir stórmenni heimsins þjóðsögur sem lítill fótur er fyrir.
Í morgun afhenti forseti vor páfanum styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur, sem er sögð hafa gengið fyrst íslenskra kvenna suður til Róms. Hafði hún áður farið til Grænlands með föður sínum og þaðan til Vínlands þar sem hún ól fyrsta barnið evrópskrar ættar.
Tvær sögur greina frá Guðríði: Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga. Dr. Jónas Kristjánsson, fyrrum forstöðumaður Árnastofnunar, hefur leitt líkur að því að Grænlendinga saga sé yngri heimild og mun síðri en Eiríks saga rauða, enda skýtur persónum upp í sögunni án nokkurs samhengis við það sem áður hafði gerst. Telur Jónas að sagan um suðurgöngu sé skáldskapur sem þjóni þeim tilgangi einum að auka veg afkomenda Guðríðar, þar á meðal Þorláks Runólfssonar, Skálholtsbiskups.
Prestur kaþólsku kirkjunnar á Íslandi fullyrti í fréttum Ríkisútvarpsins áðan að hlutur Íslendinga í kristniboði hefði verið meiri í upphafi 11. aldar en álitið hefði verið. Ætli presturinn hafi lesið sögur þær sem greina frá Guðríði? Þótt Guðríður hafi vissulega verið geðþekkari kona en mágkona hennar, Freydís Eiríksdóttir, samkvæmt fornum bókum, er fátt sem bendir til að Guðríður hafi stundað trúboð í Vesturheimi eins og presturinn lét liggja að. Til þess virðast Íslendingar hafa haft of mikla skömm á skrælingjum, enda höfum vér Íslendingar jafnan verið menn kynhreinastir og öðrum þjóðum fremri.
Í Eiríks sögu rauða er ekki vikið orði að suðurgöngu Guðríðar og virðist við lauslegan samanburð sagnanna ýmislegt í þeirri sögu mun líklegra en það sem ritað er í Grænlendingasögu.
Ef til vill hafa forsetinn og Laugabrekkuhópurinn haft ummæli Jónasar frá Hriflu til viðmiðunar, en hann sagði eitt sinn: Það gæti hafa verið satt."
Forsetinn á fundi með páfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.3.2011 | 13:31 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja, hvers vegna vorum við nú að skrifa íslendingasögurnar yfir höfuð. Hvað þá lesa þær!
Jóhannes B. Urbancic Tómasson, 4.3.2011 kl. 15:52
Það er bara gott að hlægja,sérstaklega einn í hópi.allir snúa sér við til að sjá viðundrið. Greyiið!!!
Helga Kristjánsdóttir, 5.3.2011 kl. 04:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.