Miðaldra hlustendum hlýtur að hafa runnið til rifja fáfæræði þessa unga þingmanns. Niðurbrot velferðarkerfisins hófst þegar Viðeyjarstjórnin var mynduð vorið 1991. Sjálfstæðisflokkurinn for þar með forsætisráðuneytið og Alþýðuflokkurinn heilbrigðisráðuneytið. Vegna þess að Öryrkjabandalag Íslands hafði á að skipa forystu sem gat veitt málefnalega andstöðu og félagsmálaráðherrann, Jóhanna Sigurðardóttir, var einörð í afstöðu sinni, tókst að koma í veg fyrir stórslys.
Þegar sjálfstæðis- og framsóknarmenn mynduðu stjórn vorið 1995 undir forystu þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, varð fyrst fjandinn laus. Öryrkjabandalag Íslands neyddist til málaferla gegn stjórnvöldum, en þau beittu ófyrirleitni til þess að hafa sitt fram og samningar voru rofnir. Í tíð þeirrar ríkisstjórnar fóru lífskjör fatlaðra og aldraðra versnandi og biðraðir tóku að myndast hjá hjálparstofnunum. Þetta hefði Ásmundur Einar þurft að vita áður en hann greiddi vantrauststillögunni atkvæði sitt.
Eftir atburði gærdagsins er ljóst að Steingrímur og Jóhanna þurfa að breyta um stefnu. Nauðsynlegt er að umsóknin um aðild að Evrópusambandinu verði tekin aftur og menn einhendi sér í önnur mál sem skipta þjóðina meira máli um þessar stundir. Þá verður að styrkja ríkisstjórnina og hlusta m.a. á framsóknarmenn. Þar í flokki þarf formaðurinn ef til vill örlítið að lækka seglinn áður en hann kollsiglir sig.
Bjarni Benediktsson er hvorki sigurvegari gærdagsins né tapaði hann miklu. Þó verður að segjast sem er að orðstír hans laskaðist nokkuð. Af einhverjum ástæðum lét hann æsa sig upp til ótímabærrar vantrauststillögu með öllum þeim orðahnippingum, alhæfingum og skömmum sem henni fylgdu. Sjálfstæðisflokkurinn sýndi með því að hann er ekki reiðubúinn til þess að sýna samstöðu eða samstarfsvilja á Alþingi um nokkurn hlut nema stranglega sé farið eftir uppskriftum og hagsmunum þröngs hóps flokksmanna. Þannig er ástandið á Alþingi, hver höndin upp á móti annarri. Aðferðir þingsins við afgreiðslu mála eru úreltar. Nú er mál að linni og frumkvæðið verður að koma frá stjórnarforystunni. Annars heyrir þessi ríkisstjórn brátt sögunni til.
„Farið hefur fé betra“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 14.4.2011 | 09:00 (breytt kl. 10:22) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér Arnþór. Það er ESB sem er eitrið og sá sundurlyndisfjandi sem hefur sundrað þessari þjóð og gert þessa ríkisstjórn líka nánast óstarfhæfa.
Þetta sama ESB EITUR var undraði líka það sem æsti upp og sundraði þjóðinni gagnvart ICESAVE dæminu.
Ef þessi fjandans umsókn vofði ekki sífellt yfir þjóðinni þá væri sjálfssagt fyrir löngu búið að afgreiða þetta ICESAVE mál með friði og sátt og á farsælan hátt !
Valdrokinn í þingflokksformanni Samfylkingarinnar og forsætisráðherra sjálfum, veit heldur ekki á gott.
"Farið hefur fé betra" sagði hún þrútinn af frekju og reiði þegar hugssjónamaðurinn ungi Ásmundur Einar Daðason stóð upp og sagði hingað og ekki lengra ég læt ekki bjóða mér þetta lengur.
Hún ætti sjálf að líta í spegil og sjá hópmynd af þingliði Samfylkingarinnar og þeim ESB dindlum !
Húrra fyrir Ásmundi Einari Daðasyni, hann lengi lifi !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 14:43
Ef andstæðingar ESB eru svo mikið í mun um að sameina þjóðina, nú þá er best að þeir skipti einfaldlega um skoðun og verði stuðningsmenn aðildarumsóknarinnar.
Það er enginn leið fyrir samfylkinguna að gefa eftir í ESB málinu, því hann er eini flokkurinn sem er með heildstæða stefnu í málinu, og þeir draga inn heilmikið af sínu fylgi út á það mál eitt og sér. Hinir flokkarnir eru með stefnu í því máli sem er einhvern bæði með og á móti, sumir þeirra skipta meira segja stefnu með og móti á hverju flokksþingi(eins og framsóknarflokkurinn) og þingmenn í þessum flokkum hafa ærið mismunandi skoðanir á því.
Frekar vil ég sjá Samfylkinguna út úr ríkisstjórn heldur en að þeir svíki kjósendur sína með ESB umóknina. Með þá hreinsun sem hefur átt sér stað í VG er hinsvegar það að segja að sá flokkur er farinn að verða meira og meira ákjósanlegri sem valkostur í kosningum. Jón Bjarnason þarf að fara líka og Framsókn þyrfti að taka inn stjórnina.
Jón Gunnar Bjarkan, 14.4.2011 kl. 21:06
Jón Gunnar, ertu að tala um að við beygjum okkur undir vilja 7% kjósenda svo að öll þjóðin nái nú að ganga í takt inn í sambandið?
Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 08:09
JSR.. ertu að halda því fram að 93 % íslendinga vilji ekki bæta ástandið í landinu og velji stöðnun í stað framfara og standa utan ESB ?
Óskar Þorkelsson, 16.4.2011 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.