Atvinnuviðtal

Í dag var ég boðaður í atvinnuviðtal hjá Hagvangi. Bjóst ég við um 15 mínútna viðtali en samtalið stóð tæpa klukkustund.

Spurt var ýmissa almennra spurninga og ýmislegt vildu þau forvitnast um sem snerti sjálfan mig. M.a. lék þeim forvitni á að vita hvernig ég læsi af netinu, tölvupóst o.s.frv. Ég hafði meðferðis fartölvu og gat sýnt þeim hvernig talgervill nýtist.

Fulltrúar Hagvangs verkuðu fremur vel á mig og þessi ungmenni voru með afar alúðlegt viðmót. Ef til vill hef ég farið óþarflega geist í sakirnar stundum, en það er nú einu sinni mitt eðli.

Ég var beðinn um álit á sjálfum mér og sagðist ég hafa heyrt að ég væri álitið mikið hörkutól. Tók fulltrúi Hagvangs undir það og taldi mig hafa skapað þessa ímynd af mér í fjölmiðlum. Mér sem hefur alltaf fundist ég svo mildur maður!. En sitt sýnist hverjum og enginn ætti að dæma um sjálfan sig.

Nú er bara að bíða og biðja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband