Í almennri blaðamennsku er gerður skýr greinamunur á auglýsingum og greinaskrifum. Sú viðleitni eins fjömiðils að selja umfjöllun um einstök fyrirtæki, dregur úr gildi fjölmiðilsins og veldur því að fólk efast um sannleiksgildi þess sem sagt er og skrifað um. Hið sama á einnig við um kostun einstakra liða sem eru á dagskrá fjölmiðlanna. Þegar dagskrárliðirnir eru orðnir að auglýsingu fyrir stórfyrirtæki landsins dregur mjög úr trúverðugleika þess sem fjallað er um, enda eru dæmi þess að stjórnendur fyrirtækjanna hafi kippt í vissa spotta og komið annig í veg fyrir að sitthvað yrði sagt.
Stjórnendur fjölmiðlanna verða einnig að fara með gát. Nú dynur á eyrum hlustenda Rásar tvö auglýsing um þáttinn Bergsson og Blöndal þar sem Páll Magnússon, útvarpsstjóri, lýsir einföldum smekk sínum, en hann velji það besta og hlusti því á Bergsson og Blöndal. Hvað um aðra dagskrárliði Ríkisútvarpsins? Eru þeir ekki þess virði að útvarpsstjórinn ljái þeim lið?
Hvaða skyldur hefur útvarpsstjóri við stofnun sína og starfsfólk hennar?
Boðið „að auglýsa á óhefðbundinn hátt“ í Fréttablaðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fjölmiðlar | 19.5.2011 | 08:37 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna er reynt að gera sér landlægt öryggisleysi að féþúfu. Með öryggisleysi á ég við hvað við erum óhemjuviðkvæm fyrir sjálfum okkur og full af ótta við skoðanir annarra á okkur.
Nú þetta leiðir til þess að nánast hver einasti Íslendingur er til í að viðra sig í fjölmiðlum hvar og hvenær sem er, í hvaða ástandi sem er.
Svona innréttuð, munum við auðvitað kaupa okkur viðtal í blöðunum þar sem við getum ráðið efnistökum og haft allt um það að segja hvernig við tökum okkur út.
-nema nokkrir, þessi símamaður og prestarnir. Gott hjá þeim að spyrna við fótum.
Gott og vel.
En í hvaða stöðu er BLAÐAMAÐUR settur sem á að taka svona "viðtal". Er honum ljóst að vinna hans snýst ekki um að fjalla um sannleika og staðreyndir og að hann má ekki spyrja gagnrýnna spurninga? Eða eru það ekki blaðamenn sem taka þessi viðtöl? Hverjir þá? Staffið á auglýsingadeildinni? Þau eru ekki fagmenn í blaðamennsku. Hver er þá réttur viðmælandans? Þetta er allt ein hringavitleysa.
Pæling.
Finnsi (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.