Í kvöld flutti Útvarpsleikhúsið leikrit Jónínu Leósdóttur, Hér er kominn maður. Fjallaði það um ekkju sem leitaði til miðils vegna draugagangs. Hún hafði drepið eiginmann sinn sem hafði beitt hana andlegri kúgun og gekk hann óþyrmilega aftur.
Leikritið var um margt skondið og ágætlega saman sett. Einhver smámistök urðu þó í samsetningu þess því að smákafli var endurtekinn.
Leikstjóri var Ásdís Thoroddsen og tæknimaður, Björn Eysteinsson. Ásdís hefur leikstýrt ýmsum verkum fyrir Útvarpsleikhúsið og gert það firnavel. Björn Eysteinsson er og snilldar tæknimaður og hefur unnið margt hljóðverkið með fádæmum vel.
Eitt sinn ákvað ég að gera þátt sem hét Leikur að vatni. Hélt ég að mér dygði svona hálfur annar tími í þetta, en Björn var allt annarrar skoðunar um samsetningu þáttarins. Það endaði með því að við fórum í hljóðritunartölvu Ríkisútvarpsins og tókst með naumindum að ljúka okkur af kl. 16:30 daginn eftir. Það var föstudagur og þáttinn átti að senda út daginn eftir. En vegna afskipta Björns varð þátturinn eins og hvert annað útvarpslistaverk.
Skyldu margir hlusta á Útvarpsleikhúsið núorðið? Það er yfirleitt með leikrit á dagskrá á fimmtudagskvöldum eftir veðurfregnir og í vetur hafa leikritin verið endurtekin viku síðar. Einnig hafa verið fjölskylduleikrit svo kölluð á dagskrá á sunnudögum kl. 13:00.
Heldur hefur lítið farið fyrir nýrri framleiðslu leikins efnis. Ef rétt væri á málum haldið er ég viss um að hægt væri að auka áhuga ungra hlustenda á útvarpsleikritum. Við hónin tökum stundum með okkur leikrit í ferðalög til að hlusta á og þegar Hringur, barnabarn, er með, nýtur hann þess mjög að hlusta á gömul útvarpsleikrit.
Nú eru leikritin varðveitt á vef Ríkisútvarpsins í tvær vikur eftir að þeim hefur verið útvarpað og því hægur vandi útvarpshlustendum að njóta þeirra þar. Svo er einnig um ýmsa aðra þætti sem sendir eru út. Er vefurinn kærkomin viðbót við þjónustu Ríkisútvarpsis.
Flokkur: Menning og listir | 11.5.2006 | 23:39 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319702
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.