Ekkert hefur breyst- Þjóðkirkjan í ógöngum

Fyrir viku spurðist að rannsóknarskýrsla Þjóðkirkjunnar yrði birt föstudaginn 10. júní. Var sagt að séð yrði til þess að lítið yrði fjallað um skýrsluna næstu daga enda færi hvítasunnan í hönd og fáir fylgdust með fjölmiðlum.

Þá var því haldið fram að niðurstaða aukakirkjuþings, sem haldið yrði 14. þessa mánaðar, yrði væntanlega sú að konurnar yrðu beðnar fyrirgefningar og enginn kirkjunnar manna axlaði ábyrgð.

Úrslit dagsins virðast því hafa verið ráðin. Nú hljóta menn að spyrja, hvenær menn hafi lokið hlutverki sínu og hvernig þeir, sem eru sannir að því, sem jafnvel mætti kalla verra en meinsæri, geti sætt ólík sjónarmið innan kirkjunnar og í þjóðfélaginu?

Ekki kæmi á óvart þótt nú þyrptist fólk úr Þjóðkirkjunni sem aldrei fyrr. Ekkert hefur breyst. Viðhöfð eru alger vettlingatök.

Enginn skal þó dæmdur í þessum pistli. Sjálfir sjá menn um sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband