Frá bankahruninu fyrir hart nær þremur árum hefur margt verið rætt og ritað um siðferði stjórnenda íslensku bankanna. Fer ýmsum sögum af því hvort það hafi breyst.
Siðferði í viðskiptum mótast mjög af stjórnendum. Fæstir almennir starfsmenn fá risið undir því að fara aðrar leiðir en stjórnendur segja fyrir um. Þótt einhverjum kunni að reynast það erfitt eru þeir þó vafalaust fleiri sem láta fljóta með straumnum. Fæstir eiga sér aðra kosti, vilji þeir halda atvinnu sinni. Í kverinu, sem fólk lærir áður en það er tekið í kristinna manna tölur, er því gert skylt að virða atvinnuveitendur og hlýða þeim, enda geta fæst fyrirtæki þrifist án hlýðni starfsmannanna.
Saga frá janúar 2008
Þann 15. janúar árið 2008 hringdi til mín starfsmaður Glitnis og sagðist hafa áhyggjur af því hvernig fjármunir móður minnar væru ávaxtaðir. Kom mér nokkuð á óvart að almennur starfsmaður skyldi hnýsast í hennar mál en lét það afskiptalaust. Starfsmaðurinn hvatti mig eindregið til þess að fjárfesta í ýmsum hlutabréfasjóðum eða einstökum fyrirtækjum sem hann taldi upp að minni ósk og fór með þuluna um að sagan sýndi að vextir af hlutabréfum væru að jafnaði helmingi hærri en vextir almennra hlutabréfa. Ég benti honum á að þetta væri bandarísk hagspeki sem ætti við þar í landi, en hér væru menn ekki vanir slíkum viðskiptum. Íslendingar væru hávaxtafíklar og skildu ekkert annað en háa vexti. Benti ég honum einnig á að gengi bréfa í fyrirtækjunum, sem hann hefði nefnt, færi nú lækkandi. Endir samtalsins varð sá að ég sagðist bera þetta undir fleiri í fjölskyldunni, en hann svaraði því til að hann hefði einungis viljað gera mér persónulegan greiða þar sem góð tengsl væru á milli mín og föður síns.
Niðurstaða samráðsins varð sú að ekki skyldi hreyft við fjármunum móður okkar og voru þeir látnir standa óhreyfðir á bankabók.
Siðleysið endurtekur sig hjá Aríonbanka
Fyrir nokkru lá leið okkar hjóna í eitt af útibúum Aríonbanka, en konan mín átti þar erindi. Ég beið á meðan hún talaði við þjónustufulltrúann (ekki sölumann), en að nokkrum tíma liðnum kom hún og sótti mig. Vildi hún að ég hlustaði á tilboð fulltrúans.
Ungi maðurinn, sem sat á bak við borðið, spurði þá sömu spurningarinnar, sem hann hafði spurt konuna áður, hvort við vildum ekki fá tilboð í tryggingar frá öðrum fyrirtækjum". Algengt væri að tryggingafélög hækkuðu heimilistryggingar og aðrar tryggingar ef menn gættu ekki að sér. Spurðum við þá hvort bankinn tæki að sér að útvega tilboð frá mörgum fyrirtækjum. Svo var ekki. Einungis væri um tilboð frá VÍS að ræða, en það væri samstarfsaðili bankans.
Okkur var báðum misboðið. Ræða piltsins var röng og fullyrðingarnar ósannar. Einungis átti að koma okkur í viðskipti við eitt tryggingafélag sem var þar að auki samstarfsaðili bankans. Hvort telst þetta þjónusta eða prang?
Piltinum var gerð grein fyrir því að við hygðumst ekki skipta um tryggingafélag vegna atbeina bankans og öll rök hnigju að því að leitað yrði annað en til VÍS, ef af því yrði að við skiptum um tryggingafélag. Mótmæltum við síðan athæfi piltsins og rökfærslum. Varð fremur fátt um kveðjur.
Ábyrgð stjórnenda
Ábyrgð stjórnenda er mikil. Þeim ber að innræta starfsfólki góða starfshætti. Þeim ber einnig að skilja muninn á þjónustu og prangi. En í lokin hlýt ég að spyrja eftirfarandi spurninga:
- 1 Í hverju er samstarf Aríonbanka og VÍS fólgið?
- 2 Tækju þjónustufulltrúar Aríonbanka að sér að útvega okkur tilboð frá öðrum tryggingafyrirtækjum, ef eftir yrði leitað?
- 3 Hvar liggja mörkin á milli þjónustu og sölustarfsemi?
- 4 Fá almennir starfsmenn umbun fyrir hvern þann viðskiptavin sem þeim tekst að lokka í viðskipti við VÍS?
- 5 Hvað um annað launahvetjandi athæfi starfsmanna bankans? Geta viðskiptavinir yfirleitt treyst ráðleggingum kornungs fólks sem hefur sáralitla reynslu af viðskiptum og almennum fjármálum?
- 6 Hvaða skilyrði þarf fólk að uppfylla til þess að geta orðið þjónustufulltrúar hjá Aríonbanka?
Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort stjórnendur bankans sjái ástæðu til þess að svara spurningum þessum á blogginu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 12.7.2011 | 10:47 (breytt kl. 10:47) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 319719
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta samkrull fjármálaþjónustu og tryggingasölumennsku er nákvæmlega samskonar og Landsbankinn stundaði fyrir hrun.
Ég gerði þau mistök að fara í viðskipti þar, og skömmu síðar rigndi yfir mig símtölum til að bjóða mér allskonar "ókeypis fjármálaráðgjöf". Í eitt skiptið á slíkum "ráðgjafarfundi" rauk ég á dyr þegar starfsmaður bankans var allt í einu farinn að spyrja mjög nærgöngulla spurninga um heilsufar mitt, til þess að setja á umsókn um líftryggingu. Í annað skipti hafði ég óskað eftir ráðgjöf um endurfjármögnun skulda vegna þess að ég var í vandræðum með greiðslubyrðina, en á móti mér tók bankastarfsmaður sem var augljóslega á kókaíni og gerði ekkert nema að reyna að fá mig til að afhenda þeim lífeyrissparnaðinn minn til vörslu (lesist: nota peningana mína til að stunda markaðsmisnotkun með einskis verð hlutabréf í Landsbankanum sjálfum).
Að Arion banki sé byrjaður á þessu svona fljótt eftir endurskipulagningu sýnir að mínu mati fram á eitt: Það hefur nákvæmlega ekkert breyst í þessum bönkum, annað en að þeir voru minnkaðir um tvo þriðju hluta og eftir það eru þeir samt ennþá allt of stórir.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2011 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.