Ísland nær óþekkjanlegt frá árinu 1865

 

Þingvellir eru gjörbreyttir frá árinu 1865, segir Hörður Geirsson, sem nú fer um landið og tekur ljósmyndir af stöðum sem ljósmyndaðir voru hér á landi eftir árið 1865. Hann segist hvergi hafa rekist á óbreytt umhverfi á ferðum sínum. Versta telur hann þó „eyðilegginguna" á Djúpavogi þar sem hann segir að gamla hafnarstæðið hafi verið eyðilagt.

Hörður beitir sams konar ljósmyndatækni og notuð var í árdaga ljósmyndanna. Hann tekur myndir á glerplötur, framkallar þær sjálfur og lakkar. Ljósmyndavélin er frá 1880, bandarísk, en linsan er frönsk frá árinu 1864.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Hörð á slóðinni

http://www.hljod.blog.is/blog/hljod/entry/1179112/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband