Blaðrið á Rás tvö

Frá kl. 7-9 árdegis og 16-18 er iðulega athyglisvert efi á Rást tvö. Umsjónarmenn leggja sig fram um að fjalla um ýmis mál sem efst eru á baugi.

Dagskrárgerð virka daga frá kl. 9-12 ber því vitni að lítið sé lagt upp úr dagskrárgerð. Oft heyrast umsjónarmenn fara með þvílíkar staðleysur að undrum sætir.

Í morgun var stillt á Rás tvö þegar klukkan varð 9 og eftir fréttirnar hófst einhver þáttur. Mikil umræða varð með umsjónarmönnum að rétt væri að endurvekja morgunleikfimina og fimbulfömbuðu þeir um það hverjir hefðu verið með hana hér á árum áður. Hvorki heyrðist þar minnst á Valdimar Örnólfsson né Jóninu Benediktsdóttur, svo að tveir umsjónarmenn séu nefndir, hvað þá heldur Halldóru Björnsdóttur, sem enn heldur úti morgunleikfimi á Rás eitt. Þess í stað voru ýmsir nefndir sem aldrei hafa komið nálægt morgunleikfiminni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband