Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ritar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann telur mikil líkindi með umræðunni um fjármál Evrópusambandsins nú og hér á landi árið 2007. Telur hann að verði brugðist við nú þegar megi forða Íslandi frá stórtjóni vegna þeirra áfalla sem virðast á döfinni innan Evróðusambandsins og í Bandaríkjunum. Telur hann m.a. landinu til gildis hagstætt gengi krónunnar og þá staðreynd að Íslendingar séu með fríverslunarsamninga við flest ríki heims, en samt láti erlendar fjárfestingar á sér standa.
Sigmundur víkur að fjárhagsvanda ríkissjóðs Íslands og þeirri staðreynd að illa hafi gengið að fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Í lok greinarinnar segir Sigmundur:
Hægt er að snúa þróuninni við og það þarf að gerast hratt því að þegar fjármálakrísan hefst aftur fyrir alvöru í Evrópusambandslöndunum, og líklega í Bandaríkjunum, getur staða okkar orðið mjög erfið.
Leysa þarf úr skuldamálunum með almennum og skýrum reglum. Einfalda þarf skattkerfið og taka upp lagasetningu og skattkerfi sem hvetur til fjárfestingar og atvinnusköpunar. Hefja þarf umhverfisvæna orkusköpun.
Ef búið verður að ganga frá skuldamálunum og setja af stað stór fjárfestingarverkefni áður en evru- og ríkisskuldakrísan fer úr böndunum verðum við í stakk búin til að sigla í gegnum fjárhagslegt óveður, annars stöndum við frammi fyrir mikilli hættu."
Ýmsir deila þessum áhyggjum með formanni Framsóknarflokksins. Þótt hann nefni ekki einstakar ráðstafanir sem grípa þar til er þó deginum ljósara að óveðursskýin hrannast upp. Sigmundur nefnir einnig í grein sinni þá staðreynd að ekki hefur tekist á undanförnum árum að innheimta um 127 milljarða í skatta, sem flestir eru vörsluskattar og geri það stöðu ríkissjóðs enn verri.
Grein Sigmundar vekur, þótt stutt sé, óneitanlega ugg í brjósti margra og veldur um leið áhyggjum af feigðarflani Samfylkingarinnar í faðm Evrópusambandsins, með Vinstri græna í togi. Í raun er staða landsmála þannig um þessar mundir að gjörbreyta verður um stjórnarstefnu. Einleik Samfylkingarinnar verður að ljúka og stokka verður stjórnina upp. Þar er Framsóknarflokkurinn sennilega ekki versti kosturinn.
Slóðina á grein Sigmundar er að finna hér fyrir neðan.
Grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar
S
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.7.2011 | 17:46 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 319679
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Margir hafa komið að máli við mig,þótt ég sé enginn áhrifamiðill, og bent á þessa grein. Ég sem aldrei skipti mér af stjórnmálum,geri það af einlægum áhuga um velferð afkomenda OKKAR. Síðast í dag hitti ég konu sem svipað var ástatt fyrir. Hún skellti sér á Framsóknar-fund þar sem Sigmundur Davíð talaði (í Kópavogi), skemmst er frá því að segja að hún ákvað að styðja Framsókn. Vigdís hefði einnig blásið henni bjartssýni í brjóst. M.kv.
Helga Kristjánsdóttir, 29.7.2011 kl. 23:36
Mér finnst grein Sigmundar mjög góð og bloggið þitt sömuleiðis. Tek undir með þér heilshugar.
Sigurður Þorsteinsson, 30.7.2011 kl. 00:24
Það má sjá að svokallað líðskrum virkar bara ágætlega og fólk bítur á agnið og kokgleypir bullið. Að álíta Sigmund Davíð vera ljósið í myrkrinu finnst mér vera undarlegt í meira lagi. Þessi maður hefur komist í kjötkatlana hjá því opinbera og víðar og get ég ekki litið á hann sem eihvern aðila sem er gegnheill og heiðarlegur og þar með hafna ég honum sem einhverskonar leiðtoga þjóðarinnar. Fyrir honum vakir einfaldlega að laga landslagið að þörfum sínum og sinna eins og framsóknarflokkurinn hefur alltaf starfað og reindar fleiri. Blessunin hún Vigdís hefur ekki meira til málana að leggja og verð ég að segja að framkoma hennar´í ræðustól á alþingi hefur skapað ný viðmið í að rústa virðingu stofnunarinnar, eða er það eitthvað sem við viljum fá að ræðumenn hagi sér eins og táningsstelpur sem eru ekki að fá allt sem þær vilja, það blæs mér ekki bjartsýni í brjóst fyrir hönd afkomendana.
Bergur (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 10:04
Arnór ég er sammála. Greinin er góð og Sigmundur Davíð er vaxsandi stjórnmálamaður.
Aftur á móti er hrun evru hluta ESB svo bratt að það er óvíst að okkur gefist tími til að gera þær breytingar sem Sigmundur Davíð talar um. Hann Bergur blaðrar eitthvað þvaður og
hafi hann skömm fyrir.
Snorri Hansson, 30.7.2011 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.