Ég fylgdist einnig með textagerð hans. Þegar Bubbi tók að yrkja samkvæmt hefðbundnum bragreglum og beitti ljóðstöfum, áttaði ég mig á því að hann réð ágætlega við að yrkja og var í raun og veru gott ljóðskáld.
Á tónleikum með Selkórnum og á tónlistarhátíð, sem þau stóðu fyrir, Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran, fylgdist ég með raddbeitingu Bubba og dáðist að raddsviði hans.
Laugardagskvöldið 20. ágúst síðastliðinn þóttumst við Elín vita að tilgangslaust væri að koma sér að í mannfjöldanum við Arnarhól og leituðum því út í Örfirisey. Þar var nokkur hópur fólks til þess að njóta flugeldasýningarinnar. Á meðan við biðum eftir að ljósadýrðin hæfist hlustuðum við á beina útsendingu Rásar tvö. Hún var hluti stemmningarinnar og þar söng Bubbi Morthens af öllum kröftum um færibandið í Ísbirninum við undirleik góðrar hljómsveitar.
Raddsvið Bubba nær a.m.k. yfir tvær og hálfa áttund og þrátt fyrir að hann sé kominn á miðjan aldur virðist söngröddin ekki hafa gefið sig. Því miður er það svo, að sumir, sem aðhyllast tilteknar stjórnmálaskoðanir eða listastefnu, eru haldnir fordómum í garð þess sem þeim hugnast lítt. Ég er einn þeirra. Úti í Örfyrirsey laukust hlustir mínar upp fyrir þeirri staðreynd að fleira er list en sönglist hálærðra söngvara. Þetta hef ég svo sem vitað lengi en ekki flutt þessa vitneskju á ýmsa sem eiga það skilið. Því réðu skoðanir mínar og fordómar og gera sjálfsagt enn.
Bubbi Morthens er tvímælalaust stórsöngvari á heims mælikvarða og Íslendingar eru og eiga að vera stoltir af honum. Flutningur hans er einlægur og um leið gríðarlega orkumikill. Hann hefur einstakt lag á að hrífa áheyrendur með sér og fylla þá orku.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Menning og listir | 22.8.2011 | 09:28 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er búin að fylgjast með Bubba frá 1979 og ég er sammála þér með allt sem þú segir.Ég er að sjálfsögðu ekki sammála öllu sem Bubbi segir á pólitískum vettvangi en samt mörgu en það breytir því ekki að maðurinn er stórkostlegur texta og laga höfundur.
Marteinn Arilíusson (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 13:38
Sæll Arnþór nú er það svo að ég hlusta á tónlistarmenn og það skiptir mig engu hvaða stjórnmálaskoðanir þeir hafa. Tónlist þeirra höfðar hins vegar mis vel til mín. Á menningarnótt hlustaði ég á Mugison sem lagði allt í sitt dæmi og fékk verðskuldaðar góðar undirtektir. Næst kom Bubbi og þetta var sannarlega ekki hans dagur. Undirtektirnar voru mjög dræmar. Þá tók Bubbi upp á því að fá áhorfendur til þess að herma eftir sér og þá náði hann til áhorfenda. Fyrir mjög marga af okkur sem höfum kunnað að meta Bubba var frammistaða hans þetta kvöld ekki ásættanleg. Vonandi var það tilfallandi.
Sigurður Þorsteinsson, 22.8.2011 kl. 14:26
Ef frammistaða Bubba á "Menningarnótt" er vitnisburður um listamann á heimsmælikvarða, verð ég að segja að heimurinn er meiri flatneskja en mig hafði nokkurn tíma órað fyrir. það er ekki oft sem púað er á listamenn á heimsmælikvarða en ég gat ekki betur heyrt en að áheyrendur púuðu á Bubba. Það er mál manna að hann verði að velja á milli þess að vera hljómlistamaður eða boxari, hann ráði ekki við hvorutveggja.
Kjartan Sigurgeirsson, 22.8.2011 kl. 14:38
Jú, þetta er í raun rétt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.8.2011 kl. 15:26
Mér fannst þetta nú vera svona misheppnað fylleríshljómleika: Syngið með: Wúúú wúuuaa vúuuu uúu
Bubbi verður seint ásakaður um að vera tónlistarmaður á heimsmælikvarða.. enda hefur hann líka feilað sem slíkur.
DoctorE (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.