Jákvæð viðhorf hjá ríkisskattstjóra

Fyrir þremur árum var á þessum síðum greint frá samskiptum mínum við embætti ríkisskattstjóra, en þeim lauk með talssverðum endurbótum á vefnum. Átti ég einkar ánægjulegt samstarf við einn af starfsmönnum embættisins, Einar Val Kristinsson auk ríkisskattstjóra sjálfs, Eggerts Skúla Þórðarsonar.

Eftir að rafræn skilríki komu til sögunnar og voru virkjuð á vef ríkisskattstjóra, varð öll vinnsla auðveldari. Í gær kom í ljós, sem ég hafði reyndar vitað, að svokallaðan alt-texta vantaði við hnapp, sem styðja þarf á til þess að virkja rafræn skilríki. Skjálesarinn las einhverja stafarunu sem í raun sagði fátt um hvað hnappurinn snerist. Því rifjaði ég upp bréfaskipti okkar Einars Vals og sendi honum línu. Viti menn. Svar barst um hæl þar sem mér var þökkuð ábendingin og sagt að textinn væri kominn.

Í dag leit ég inn á heimasíðuna, enda stendur nú til að gera skil á opinberum gujöldum. Hnappurinn var á sínum stað með textanum "Innskráning með rafrænum skilríkjum". Þetta er til hreinnar fyrirmyndar og lýsir vel góðri þjónustulund.

Svona eiga sýslumenn að vera, eins og Skugga-Sveinn mælti hér um árið. og "þjóna alþýðunni" eins og Mao formaður vildi

Gott aðgengi að vefnum sparar bæði fé og fyrirhöfn. Fróðlegt væri að vita hvort einhverjir, sem eru blindir eða svo skjónskertir að þeir þurfa á stækkuðu letri eða blindraletri að halda, nýti sér þær leiðir sem opinberir þjónustuvefir hafa opnað með rafrænum skilríkjum og aðgengilegum vefsíðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband