Einhverjir kunna að undrast fyrirsögn þessa pistils. Sú saga er til þess að ég gekk í Framsóknarflokkinn í upphafi 9. áratugarins, en Framsókn kaus ég í fyrsta sinn fyrir kosningarnar haustið 1979 vegna ræðu Steingríms Hermannssonar um málefni fatlaðra. Ýmsar ástæður urðu síðan til þess að ég ákvað að veðja á flokkinn. Fljótlega rakst ég hins vegar á þá ótrúlegu íhaldssemi sem ríkti í Framsóknarflokknum og eftir að Steingrímur lét af formennsku fannst mér sem mér væri varla vært þar innandyra. Má þar nefna daður við Evrópusambandið og aðgerðir flokksins í lífeyrismálum eftir að þeir Davíð og Halldór fóru í eina sæng. Fór svo að ég sagði mig úr flokknum 1. desember 1998 og fór í pólitískt þrifabað.
Ekki ætlaði ég að láta á þessari úrsögn minni bera, en vinkona mín á fréttastofu Ríkisútvarpsins sá um að fréttin komst í fjölmiðla. En það fækkaði samt ekki í Framsókn því að Kristinn Gunnarsson gekk í flokkinn sama dag. Nú er hann farinn þaðan og Framsókn mælist nú eingöngu með 4% fylgi.
Aldrei man ég eftir að svó lítið fylgi hafi áður mælst við Framsóknarflokkinn. Í þessu eru fólgin ákveðin hættumerki fyrir auðtrúa einstaklinga. Fyrir fjórum árum staðfestu þeir Garðar SVerrisson og Jón Kristjánsson frægt samkomulag um úrbætur í kjaramálum öryrkja og varð þá það heiðursmannasamkomulag að Framsóknarflokkurinn og stjórnarflokkarnir báðir yrðu látnir í friði fyrir kosningarnar. Efndi Öryrkjabandalagið sinn hlut en Framsóknarflokkurinn tók þátt í að svíkja samkomulagið.
Nauðsynlegt er að Framsóknarflokkurinn fái nú að gjalda svika sinna og útreið hans verði sem verst. Í þessari viku verður væntanlega ljóst hvort saman næst um stefnuskrá framboðs aldraðra og öryrkja. Ef vel tekst til getur slíkt framboð orðið góður kostur félagshyggjufólki sem vill sangjörn kjör fólks hér á landi. Ýmsir munu fylgjast spenntir með framgangi mála, þar á meðal aldraðir sjálfstæðis- og framsóknarmenn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.2.2007 | 09:54 (breytt kl. 09:54) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.