Rangur starfsvettvangur

 

Í Pressunni í dag er greint frá því að vagnstjóri nokkur hjá Strætó hafi lagt fram kæru á hendur yfirmönnum fyrirtækisins vegna þeirrar ákvörðunar að setja staðsetningarbúnað í vagnana.

Í sömu frétt segir að strætisvagnabílstjórar hati kvenmannsröddina sem lesi nöfn biðstöðva.

http://www.pressan.is/Frettir/Lesa_Innlent/vagnstjorar-hata-kvenmannsroddina-talar-hatt-med-ding-dong-hljom---kippa-henni-ur-sambandi

Nokkuð bar á því að sögn starfsmanna Strætó, sem ég ræddi við, að bílstjórar hefðu aftengt raddbúnaðinn og vegna kvartana frá notendum raddbúnaðarins, voru lyklar að tækjaskápum vagnanna teknir af bílstjórunum.

Kvörtun þessa vagnstjóra opinberar þá dapurlegu staðreynd að jafnan eru þeir menn til, sem vilja leggja stein í götu þeirra sem reyna þrátt fyrir fötlun eða aldur, að lifa eðlilegu lífi. Slíkir menn ættu að taka eitthvað annað að sér en þjónustustörf eins og akstur strætisvagna.

Sú ákvörðun að setja leiðsagnakerfi í strætisvagna höfuðborgarsvæðisins, ber vitni um jákvætt hugarfar núverandi stjórnenda, sem vilja umfram allt auka þjónustu við farþegana. Þessi búnaður gerir nokkrum hópi fólks kleift að notfæra sér vagnana, en án hans gætu menn það ekki. Leiðsögubúnaðurinn rýfur einangrun hópsins oog eykur sjálfstæði hans. Ég dreg stórlega í efa að röddin í leiðsögubúnaðinum trufli jafnmikið og viðtækin, sem sumir bílstjórar hafa í gangi og varpa yfir farþega svo háværri tónlist að orðaskil í leiðsögutækjunum verða ekki greind.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband