Áður en tónleikarnir hófust lék Lúðrasveit Vestmannaeyja lög eftir Oddgeir. Var byggt á útsetningum hans. Hefur aldrei fyrr, svo að vitað sé, heyrst lúðrasveit hljóma jafnvel hér á landi. Hljómurinn var hreinasti unaður, eins og búast mátti við. Blikuðu tár á hvarmi margra sem þekktu Oddgeir og unnað hafa lögunum hans.
Hinir eiginlegu tónleikar hófust síðan. Voru þar á sviði þekktir, íslenskir söngvarar, valinn maður í hverju rúmi. Óneitanlega varð Ragnar Bjarnason hetja kvöldsins og er þá á engan hallað.
Eðli málsins samkvæmt voru bæði hljóðfæri og söngvarar mögnuð upp, eins og það er orðað. Höfundi þessa pistils til mikilla vonbrigða var hljóðið í hljóðkerfinu afleitt. Illa tókst að blanda saman hljóðfærunum svo að vel færi og hljómurinn einhvern veginn dósarkenndur. Hann minnti sannast sagna á hljóminn, þegar farið var að gera tilraunir með að láta Sinfóníuhljómsveit Íslands leika popptónlist á 8. áratugnum. Síðan hafa menn náð betri tökum á tækninni, enda betri tól og tæki komið til sögunnar.
Í sumar var ég viðstaddur sýningu á Hárinu, sem haldin var í Silfurbergs- eða Norðurljósasal Hörpu. Þar var hljóðkerfi notað, sem var hreint afleitt. Um sama leyti bárust fréttir af því að íslenskir popphljómsveitarmenn sættu sig ekki við að þurfa að nota hljóðkerfi Hörpu og gæfist ekki kostur á öðru.
Það er hægt að flytja rafmagnaða hljómlist svo að vel fari, jafnvel þótt setja þurfi hljóðnema við strokhljóðfæri og blásturshljóðfæri. Því var með ólíkindum að stundum varð úr tónlistinni ærandi hávaði, nokkuð sem hentar illa eyrum miðaldra fólks og aldraðs og stuðlar að heyrnarskemmdum hjá þeim sem eru yngri.
Fróðlegt væri að vita hverju þetta sætir. Hvers vegna er ekki hægt að magna upp hljóðið í Hörrpu án þess að eiga á hættu að hluti tónlistarinnar verði að óskapnaði?
Að þessu sögðu verður að hrósa aðstandendum tónleikanna fyrir frábært starf og góðan undirbúning. Útsetningarnar, sem heyrðust í gær, voru á meðal þess besta sem heyrst hefur, þegar lög Oddgeirs hafa verið flutt. að vísu þótti mér illa farið með ljúft sönglag, Báruna við ljóð Tómasar Guðmundssonar. Lagið fór að nokkru forgörðum vegna hávaða, slæmrar hljóðblöndunar og söngtilbrigða Egils Ólafssonar, sem áttu alls ekki heima í lagi, sem ætlað er sem einsöngslag við slaghörpuundirleik.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Menning og listir | 17.11.2011 | 13:16 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.