Íslenskt viðskiptaumhverfi og hugsunarháttur virðist vanþróað og hér á landi er sem engin þekking sé á því hvernig megi komast hjá því að búa til nær óleysanlega hnúta, sem upp koma í samskiptum Íslendinga og annarra þjóða. Það vekur athygli að ekki hafi verið reynt að beina fjárfestingu Huangs Nubo í aðra farvegi og vekur það óneitanlega spurningar um ráðgjafa hans. Það virðist ljóst að Samfylkingin beri nokkra ábyrgð í þessu máli, þegar skoðað er hverjir voru í fylgd með Huang Nubo, þegar hann kom fyrst að Grímsstöðum.
Þá vekur athygli sá eintrjáningsháttur, sem innanríkisráðherra virðist hafa haft í þessu máli. Algert sambandsleysi virðist hafa verið millum hans og iðnaðar- og viðskiptaráðherra og engin tilraun gerð til samráðs. Undirrituðum var bent á fyrir nokkru, að hugsanlega hefði mátt beina þessum umræðum í þá átt að Huang Nubo hefði fengið land Grímsstaða til leigu í nokkra áratugi. Slíkt hefur tíðkast hér á landi og ætti að falla mönnum betur í geð en kaup á jafnstórri landspildu og um er að ræða. Íslendingar þurfa á erlendu fjármagni að halda til þess að byggja upp atvinnuvegi með öðrum hætti en álver og annan meingandi iðnað. Því er nauðsynlegt að slíta ekki alla strengi, sem tengja Huang Nubo við Ísland. Þessi fjárfestir hefur sýnt með óyggjandi hætti, að hann standi við orð sín, samanber Kínversk-íslenska menningarsjóðinn, sem hann hefur fjármagnað.
Það er rétt hjá Huang Nubo að rétt sé að kínverskir fjárfestar kynni sér pólitískt umhverfi í þeim löndum sem þeir hyggjast eiga samskipti við. Þetta umhverfi hefðu ráðgjafar hans á Íslandi átt að kynna honum, en þeir virðast hafa brugðist honum.
Innanríkisráðherrann hefur einnig brugðist. Nú er að vita hvort ekki verði hægt að finna annan flöt á þessu máli þegar menn hafa dregið djúpt andann. Til þess þarf samráð en ekki einstrengingslegan hugsunarhátt manna sem skortir þor. Verkefni eins og samstarfið við Huang Nubo, væri skólabókardæmi um það hvers innviðir íslenska stjórnkerfisins séu megnugir, báðum aðilum til hagsbóta.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kínversk málefni og menning, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | 26.11.2011 | 14:57 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alveg frásinna, að selja manninum landareign. Og að það skuli vera satt, að ísland hafi veitt undanþágu laga í þessum málum, til að selja útlendingum landareignir, hvort sem um Bandaríkjamenn eða Ísraela er að ræða. Eru landráð.
Ef þú aðhyllist svo mikið Kína, að þú vilt fá Chinatown nálægt þér, skaltu sjálfu flytja til Kína.
Ef Hunag Nubo, og aðrir slíkir, vilja fjárfesta penginum sínum. Þá finnast til þess auðfærar leiðir, í viðskiptalífinu, sem felast í því að afla sér hlutabréfa og ræða innan fyrirtækja hvernig auka megi, og bera skuli fyrirtækið.
Huang Nubo, er eins og flestir Kínverjar, á höttunum eftir því að geta flutt Kínverja til Íslands í stórum stíl. Og nota til þess fyrirtækið, sem skálkaskjól. Þeir hafa leikið þennan leik, í öllum löndum Evrópu, og er vel þekkt og dokumenterat fyrirbæri.
Innanríkisráðherra, hefur staðið við skyldur sínar. Með því að veita ekki undanþágu frá landslögum, frekar en veitt er undanþága gegn hegningarlögum. Lögin eiga að gilda, og menn sem vilja selja erlendum aðilum þjóðina fyrir mútufé, eru og eiga að stimplast ... sem landráðamenn. Og þá skiptir engu, hvort salan sé til Kína, eða Bandaríkjanna. Hvorutveggja grefur undan sjálfstæði þjóðarinnar, og sjálfræði hennar.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 15:19
Ég spyr: eru Kínverjar eitthvað verri en pakkið sem hér býr fyrir?
Ásgrímur Hartmannsson, 26.11.2011 kl. 16:55
Í þessu máli var hlutverk Ögmundar að úrskurða ekki semja. Katrín Júlíusdóttir hefur nú bent á að það er hægt. Ögmundur fór að lögum það var allt og sumt. Þeir sem fara að lögum bregðast ekki. Lögin kunna að vera úr sér gengin en þá þarf að vinna að því að breyta þeim.
Emil (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 18:24
Bæti hér við því sem ég lét á fésabókarsíðu í gær:
Hef sagt áður og segi enn. Vilji maðurinn fjárfesta í íslensku atvinnulífi þá er það af hinu góða. Hann þarf ekki 300 ferkílómetra lands til þess. Sjálf Reykjavík er innan við 300 ferkílómetra og hefur margt að bjóða. Herstöðin í Keflavík réð yfir um og innan við 30 ferkílómetrum. Það dugið þeim til að halda úti mörgþúsund manna herstöð og skapa nærri tíund af gjaldeyristekjum Íslendinga í nokkra áratugi.
Nú er sagt að búist sé við um 400 til 600 störfum fái Kínversku fyrirtækin, sem þurfa heimild að heiman til kaupanna, að kaup 300 ferkílómetra lands. Hvað amar að fólki sem heldur að þetta sé góð hugmynd. Látum þeim eftir eðlilegt land fyrir fyrirhugaða starfssemi. Meira fé er til framkvæmda þurfi ekki að reiða fram mikið fé til landakaupa.
Nú hefur Katrín Júlíusdóttir sagt það sem gera hefði átt í upphafi. Stjórnvöld hefðu átt að hefja viðræður um fjárfestingar og láta kaup á landi liggja í láginni. Í staðinn var farin sú leið að biðja um undanþágu til landakaupa áður raunverulegar hugmyndir um atvinnlíf voru kynntar. Einhverjir íslenskir ráðgjafar hafa þekkt lítið til á Íslandi í þessu máli. Nokkrir pólitíkusar tala nú eins og Íslands eina vona hafi verið ljóðskáld í Kína. Þetta eru samskonar hugmyndir og þeirra sem héldu um áratugi að undirlægja við Bandaríkin væri það eina sem héldi lífi í þjóðinni og enn þeir sem héldu að virkjun allra fallvatna til útsölu á raforku væir hið eina sem gera mætti á Íslandi. Skammtímalausnir eru ekki til frambúðar.
Emil (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 19:31
Góð og málefnaleg útekt á þessu máli frá manni sem hefur aðeins dýpri þekkingu á kringumstæum en margir telja sig óverðskuldað hafa.
Ábyrgðin á þessum farsa öllum hlýtur að stórum hluta að liggja hjá ráðgjöfum Nubo ef það var virkilega eina ætlun hans að fjárfesta í uppbyggingu þarna. Það kunna þó að vera önnur hulin markmið, ósveigjanleiki og græðgi, sem ráðið hafa för hjá honum sjálfum, en það er ekki að lesa út úr því sem frá honum hefur komið. Þetta mál á sér langa sögu og aðdraganda.
Hverjir voru þessir ráðgjafar hans? Var það eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar m.a.?
Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2011 kl. 19:51
Innanríkisráðherra brást ekki, því eins og hann segir sjálfur var ráðuneytisins að úrskurða en ekki semja.
Í öðru lagi tek ég að fullu undir Það sem þeir sem á undan mér skrifa Bjarni, Emil og Jón Steinar skrifa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 20:04
Kínverjar vilja bara kaupa land. Hitt sem er á landinu er aukaatriði. Lesið hvernig fór fyrir sænska bænum Kalmar. Það eru margar greinar um það mál. Í dag eiga þeir mikið land þar ásamt ókláraðar byggingar sem áttu að vera höfuðstöðvar viðskipta kína manna ásamt kína borg.
Valdimar Samúelsson, 26.11.2011 kl. 21:19
Af hverju í ósköpunum er þetta prentað í öfugprentun (hvítt á svörtu)?
Þetta er algjörlega ólesandi. Er nokkur sem kann að umsnúa þessu? Það hlýtur að vera til forrit sem gerir það.
geirmagnusson (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 23:16
Fjárfesting var þetta ekki, heldur besta svæðið sem Kínverjar höfðu útséð sér til að reisa bækistöðvar á fyrir fyrirhugað kapphlaup um auðæfi Norðurskautslands og Grænlands.
Nubo gæti aldrei hafa grætt á hóteli uppi á reginöræfum á Íslandi. Enginn Kínverjar setur peninga í vonlaus verkefni vegna bláu augnanna í Íslendingum. Nubo reyndi einfaldlega að kaupa land fyrir Kínverska kommúnistaflokkinn sem er orðinn gráðugasta fyrirbæri heimskapítalismans.
Íslenskum krötum var lofað gulli og grænum skógum sem leppum Kínverja í hinu fyrirhugaða kapphlaupi.
Mig grunar að þannig hangi hlutirnir saman, en eitt er að minnsta kosti alveg ljóst, og það er að geimverurnar, sem allir eru hræddir við að komi og sjúgi allar auðlindir til sín áður en þeir tortíma hnettinum, töpuðu kapphlaupinu. Kínverjar voru fyrstir.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.11.2011 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.