Þeim Guðmundi og Hannesi yfirsást eitt: Þeir höfðu hvorugur fyrir því að íta inn á heimasíðu ráðstefnunnar sem er á kim.is í öllu þessu ritbusli.
Ég ákvað að kynna mér eitthvað sem Guðmundur hefði skrifað til þess að vita hvort hann væri jafnvondur rithöfundur og pistlahöfundur.
Bókin um Thórsarana varð fyrir valinu, en samskipti föður míns við syni Ólafs Thors voru nokkur og að öllu leyti góð.
Skemmst er frá því að segja að bók Guðmundar Magnússonar um Thorsarana er afbragðsgott rit, jafnvel meistaraverk. Hann segir þar sögu fjölskyldu Thors Jensens á skemmtilegan hátt. Aðdáun höfundarins skín að vísu að nokkru í gegn enda ekki óeðlilegt að höfundur taki afstöðu í verki sínu. Hann segir þó kost og löst á ýmsu og lýsir t.d. hvernig Kveldúlfur kiknaði undan mikilli yfirbyggingu og lýsir eða ýjar að ýmiss konar spillingu sem þreifst hér á landi í skjóli aðstöðu og auðs og m.a. vegna ýmiss konar hafta sem menn reyndu að brjótast gegn.
Guðmundur fjallar allítarlega um rógsherferðir og ofsóknir á hendur þeim Thors-feðgum og Kveldúlfi. Slíkt var ekkert einsdæmi á fyrri hluta síðustu aldar og fram eftir öldinni og gerist jafnvel enn. Sjálfstæðismenn þyrmdu heldur ekki pólitískum andstæðingum sínum í hópi atvinnurekenda heldur beittu ýmsum bellibrögðum til þess að koma þeim á kné. Þannig var því varið um föður minn, Helga Benediktsson, en sumir af æðstu ráðamönnum Sjálfstæðisflokksins lögðusig í líma við að koma honum á kné og beittu til þess ýmsum brögðum. Um þetta vitnar m.a. lítill bæklingur, sem Helgi Benediktsson gaf út og nefnist Ég ákæri.
Tillögur skósveina ráðamanna Sjálfstæðisflokksins gengu jafnvel svo langt að Ólafi Thors blöskraði og lét hægja á leiknum. Hér verða þessir skósveinar ekki nefndir á nafn.
Hinn 7. janúar 1950 fórst vélskipið Helgi við Faxasker í Vestmannaeyjum. Með skipinu fórust tíu menn. Tveir þeirra komust upp á Faxasker og létust þar úr kulda og af sárum sínum. Þjóðarsorg varð vegna þessa atburðar.
Gísli Jónasson, stýrimaður frá Siglufirði, var annar þeirra sem komust upp á skerið. Var ákveðið að flytja lík hans til Siglufjarðar með varðskipinu Ægi. Ólafur Thors var þá dómsmálaráðherra. Faðir minn gekk á fund hans til þess að falast eftir því að varðskipið fengist til þessarar farar. Þegar Ólafur sá hann í dyrununum, spratt hann á fætur, gekk rösklega á móti honum, tók hægri hönd hans í báðar sínar og sagði: Nei, eruð það þér, hinn mikli og mæti Helgi Benediktsson.
Svona var Ólafur Thors, heiðursmaður í orðum og athöfnum.
Guðmundur Magnússon hefur í raun skilað meistaraverki. Thorsararnir eru Laxdæla nútímans.
Flokkur: Bækur | 12.2.2007 | 08:02 (breytt kl. 08:02) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.