Enn um Jónas Kaufmann í sjónvarpðinu

Hafa skal það er sannara reynist. Bjarni Rúnar Bjarnason, tónmeistari Ríkisútvarpsins, hefur bent mér á í tölvupósti, að hljóðútsendingin á tónleikum Jónasar Kaufmanns og Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem send var út á nýársdagskvöld, hafi verið í góðu lagi og hafi hann sjálfur unnið að gerð hljómsins. Segir hann í skeyti sínu að einungis sé hægt að reiða sig á gamaldags sjónvarpsloftnet, vilji menn tryggja hljóðgæðin.

Það er því ekki við Ríkisútvarpið að sakast heldur Símann. Með öðrum orðum selur Síminn okkur svikna vöru, þegar um sjónvarpsútsendingu er að ræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband