Snorri Óskarsson, sem oft er kallaður Snorri í Betel, fer mikinn á bloggsíðu sinni, http://snorribetel.blog.is/. Þar tekur hann evangelíska afstöðu gegn samkynhneigð, sem hann kallar reyndar kynvillu.<P>
<P>Þótt Snorri virðist hvorki viðurkenna né kannast við að aukin þekking manna á mannslíkamanum hljóti að leiða til endurskoðunar á ýmsum fordómum, svo sem andúð sumra á kynhneigð, sem samræmist ekki skoðunum þeirra, getur enginn bannað honum að tjá sig í ræðu og riti um hugðarefni sín. Ég efast um að hann boði þessar skoðanir sínar nemendum sínum á Akureyri. Mál Snorra ber því vott um ofsóknir á hendur þeim, sem róa á móti straumnum.<P>
<P>Garðar Sigurðsson, sem kenndi í Vestmannaeyjum um árabil og þar á meðal okkur Snorra, sagði nemendum sínum eitt sinn frá pólskum einstaklingum sem voru tvíkynja. Í sama skipti fjallaði hann um samkynhneigð, sem mig minnir að hann hafi kallað hómósesúalisma og rekja mætti til líffræðilegra fyrirbæra eins og t.d. ákveðinnar hormónastarfsemi í líkamanum. Sagði hann að um væri að ræða eins konar brenglun, sem mætti líkja við fötlun, sem enginn ætti að skammast sín fyrir.<P>
<P>Í Vestmannaeyjum voru iðulega hrópaðar á eftir okkur tvíburabræðrum ýmsar glósur, sem vísuðu til þess að við værum samkynhneigðir og jafnvel ýjað að blóðskömm. Stafaði þetta vafalítið af því, að ég tók upp þann hátt að fylgjast með samferðamönnum mínum með því að halda við olnboga þeirra, eftir að mér dapraðist sýn. Vissulega tók ég þetta nærri mér og það ásamt ýmsu öðru og valfalítið eigin skapbrestum, leiddi til þess að ég fer helst ekki til Vestmannaeyja, nema ég eigi þangað brýnt erindi. Þetta þýðir þó ekki að ég setji alla íbúa undir sama hatt, heldur veldur umhverfið því að minningarnar hrannast upp.<P>
<P><P>
<P>Pólitískar ofsóknir eru engin ný bóla gegn kennurum hér á landi, en trúarlegar ofsóknir sæta nokkurri nýlundu. Ætlist menn til umburðarlyndis af hálfu kennara, þarf einnig að virða skoðanir þeirra og umbera þær. Morgunblaðsbloggið er ekki næg ástæða til að segja fólki upp störfum. Þeir sem hamast gegn samkynheingð með þeim hætti, sem verið hefur til umfjöllunar að undanförnu, dæma sig sjálfir og geta ekki siglt undir fölskum fána kristilegs kærleika. Jesús reðst gegn fordómum Gyningasamfélagsins og ofsóknum á hendur ýmsum, sem áttu undir högg að sækja, svo sem holdsveiku og blindu fólki og svokölluðum bersyndugum konum. Ýmsir geta vel ímyndað sér, að Jesús líti með velþóknun á þær framfarir sem orðið hafa í málefnum samkynhneigðra á Íslandi. Jafnframt held ég að hann hljóti að harma hvernig fáfræði fólks og fordómar hafa valdið því að hvorki er nú blindur maður framkvæmdastjóri Blindrafélagsins og ófatlaður maður er nú framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. Sams konar fordómar í garð fatlaðra og áður ríktu og ríkja jafnvel enn í garð samkynhneigðra, eru undirrót þess að enn eru lagðir steinar í götu þeirra til þess að hindra eðlilegan aðgang þeirra að samfélaginu.<P>
<P>Snorra er óskað velfarnaðar í störfum sínum og þess vænst, að skólayfirvöld og almenningur á Akureyri dæmi hann fyrst og fremst af góðum verkum en ekki skrifum, sem hann iðkar utan vinnutíma.<P>
<P><P>
<P><P>
<P><P>
<P>
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjölmiðlar, Tónlist | 11.2.2012 | 20:19 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.