Sannleikurinn og sannleiksflytjendur

Nokkur veila er í rökstuðningi sálfræðingsins.

Algengt er að sálfræðingar og aðrir, sem fjalla um tiltekna þjóðfélagshópa, viðri skoðanir sínar opinberlega. Þá byggja þeir yfirleitt á skoðunum, sem þeir hafa myndað sér vegna athugana sinna og annarra á nokkrum fjölda fólks. Sumir binda sig við Kóraninn eða Biblíuna og telja þessar bækur boða óvéfengjanlegan sannleika. Þeim er það heimilt, því að hér á landi er trúfrelsi samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins.

Iðulega eru sálfræðingar ekki sammála um ýmis atriði, þegar þeir geysast fram á ritvöllinn, og stundum þykir ýmsum einstaklingum úr tilteknum hópum svo að sér vegið, þótt þeir séu ekki nefndir á nafn, að þeir búast til varnar sér og öðrum.

Snorri Óskarsson tók vissulega áhættu með skrifum sínum um samkynhneigð. Hefur hann uppskorið andúð margra, en ýmsir hafa orðið til þess að benda á að hann hafi ekki farið út fyrir mörk hins meinta tjáningarfrelsis. Þótt Morgunblaðið hafi ákveðið að meina honum að tengja skrif sín við fréttir blaðsins, meinar honum þó enginn að halda áfram að skrifa á blogg sitt.

Dómur í máli eins og því, sem sálfræðingurinn hyggst höfða, gæti orðið svipuð moðsuða og sumir dómar Hæstaréttar, sem leiðarahöfundur Morgunblaðsins fjallar um í dag. Hugsi menn nú sinn gang, áður en anað er fram af kappi fremur en forsjá.


mbl.is Kærir Snorra til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband