Gunnar var merkur listamaður sem setti mark sitt á íslenskt leiklistarlíf um nokkurt skeið. Hann var fjölhæfur, sem heyrðist í kvöld á því, að hann stjórnaði flutningi verksins og samdi tónlistina. Hún var skemmtileg suða úr dönskum þjóðlögum og leikhústónlist, sem mátti rekja til 19. aldar og hefði sjálfsagt Mattías verið hinn ánægðasti með hana, enda líktist hún dönsku lögunum sem voru og eru janvel enn notuð þegar Skugga-Sveinn er sýndur.
Árið 1959 urðu miklar breytingar á högum Ríkisútvarpsins, þegar það flutti á 5. og 6. hæð húss Fiskifélagsins við Skúlagötu 4. Tækjakosturinn var þá endurnýjaður og innréttað sérstakt hljóðver fyrir leiklist. Á 5. hæðinni var tónlistarsalur sem einnig var notaður til hljóðritunar skemmtiþátta.
Það heyrist greinilega hvað hljóðgæði leikritanna og annars efnis jukust við þessar breytingar. Þótt margt þyki með nokkrum frumbýlingshætti, þegar hlýtt er á þessi gömlu hljóðrit, er ánægjulegt að rifja upp leikritin. Ekki er með neinum hætti hægt að bera þau saman við hljóðritin, sem gerð eru nú á dögum. Það er auðvitað hálfhjákátlegt að heyra menn tala með herbergishljómi úti í náttúrunni og sitthvað kann að orka á nútúmafólk sem heldur frumstæð framleiðsla. En margt var þó firnavel gert á þessum árum.
Ég man enn eftir ýmsum setningum úr leikritinu, en ég var barn, þegar það var flutt á jólum 1960. Mér hafði verið tjáð að Jón Arason væri forfaðir minn og örlög hans voru mér hugstæð, þessarar miklu sjálfstæðishetju, sem unni svo frelsi landsins og kirkjunnar, að hann skirrðist jafnvel ekki við að biðja Þýskalandskeisara aðstoðar - Evrópusambandssinni.:)
Í kvöld þótti mér annkannalegt leikaravalið, ímyndaði mér að Valur Gíslason, sem vær tæplega sextugur, þegar leikritið var hljóðritað, hæfði vart í hlutverk Daða Guðmundssonar í Snóksdal, né Brynjólfur Jóhannesson, sem lék Martein Biskup Einarsson. En Gunnar Róbertsson Hansen vissi hvað hann söng. Marteinn var fæddur árið 1503 og því 47 ára, þegar atburðirnir, sem greint er frá í leikritinu, áttu sér stað, eða 17 árum yngri en Brynjólfur, þegar hann lék þetta hlutverk 410 árum síðar. Dagði var fæddur árið 1495 og því 55 ára, eða þremur árum yngri en Valur Gíslason. Þetta gjörbreytti myndinni af valdataflinu í leikritinu og gerði það allt mun sennilegra, þegar þetta laukst upp fyrir mér eftir nokkra yfirlegu.
Leikritasafn Ríkisútvarpsins er fjársjóður. Þar varðveitist túlkun fyrstu kynslóðar íslenskra leikara, sem voru í mun betra sambandi við fortíðina en leikarar nútímans, sem reyna stundum af veikum mætti að túlka löngu liðna atburði og þjóðhætti. Framsögn þeirra var agaðri, málfarið og framburðurinn betri og persónusköpunin að mörgu leyti dýpri en borið hefur á að undanförnu. Ýmsir leikaranna voru fjölmenntaðir í sígildum fræðum vestur-Evrópskrar heimsmenningar og bar allt fas þeirra því vitni.
Ástæða er til að hvetja alla unnendur íslenskrar leiklistar til að hlusta á þau leikrit, sem eru á vef Ríkisútvarpsins, bæði gömul og ný. Þar leynist mörg perlan.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Tónlist | 25.2.2012 | 23:39 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 319743
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.