Gesar konungur, borgarmúrarnir í Xi'an og stutt viðtal

 

Tíbetska sagnaljóðið um Gesar konung, sem er rúmlega þúsund ára gamalt, er talið lengsta sagnaljóð, sem varðveist hefur.

Í þættinum Hlustendagarðinum, The Listeners Garden, sem útvarpað er á vegum kínverska alþjóðaútvarpsins, china Radio International, er fjallað um þetta merka kvæði eða sagnabálk auk borgarmúranna umhverfis Xi‘an, sem draga að sér milljónir ferðamanna á hverju ári.

Á undan þessu er lesið úr bréfum hlustenda og birt stutt viðtal við ritstjóra þessarar bloggsíðu, sem brá sér í heimsókn til kínverska alþjóðaútvarpsins 5. apríl síðastliðinn. Með því hélt ritstjórinn upp á að 45 ár eru um þetta leyti liðin frá því að hann hóf að fylgjast með kínverska alþjóðaútvarpinu, sem áður nefndist Radio Peking.

 

IN ENGLISH

 

The Tibetan epic poem of King Cesar is over 1.000 years old and is believed to be the longest epic poem in the world.

On the radio Show, The Listeners Garden, which is broadcast by China Radio International this poem is introduced as well as the city walls araound Xi‘an. Before that the letters from some listeners are read and an interview with the editor of this page can be heard, but he visited China Radio International on April 5 to celebrate among other things that he has been a regular to the station‘s broadcast for 45 years.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband