Eitt af því sem mér hefur lærst á þeim rúmlega þremur áratugum sem ég hef haft afskipti af málefnum fatlaðra er að binda mig ekki fastan við ákveðnar kreddur og ríghalda í skoðanir mínar hverju nafni sem þær nefnast.
Í morgun gerði leiðarahöfundur Morgunblaðsins að umræðuefni greinaflokk um skóla án aðgreiningar, sem birst hefur á síðum blaðsins undanfarnar helgar. Þar hefur verið fjallað um hlutskipti fatlaðra nemenda í grunnskólum landsins og vakin athygli á nokkrum afmörkuðum atriðum sem vel hefur tekist til um. Hjá því verður ekki komist, þegar greinarnar eru lesnar, að álykta sem svo að víða sé potturinn brotinn og bitnar það óþyrmilega á fötluðum börnum.
Samkvæmt íslenskum lögum eiga allir jafnan aðgang að skólum landsins. Það eru þó sumir jafnari en aðrir og Íslendingum gengur oft ærið illa að jafna hlut þeirra sem njóta ekki sama jafnréttis og hin meinta heild. Allt of algengt er að félög setji sér markmið, þvingi stjórnvöld til að taka undir þau og jafnvel samþykkja þau án þess að ráðstafanir séu gerðar til þess að tryggja fjármagn svo að hægt sé að fylgja þeim eftir. Þannig hefur því miður farið með skóla án aðgreiningar. Þar vantar bæði fjármagn og vitundarvakningu. Þótt vissulega megi minna á góð dæmi um það sem vel hefur tekist, eru hin þó of mörg sem sýna svo að ekki verður um villst að betur má ef duga skal. Skóli án aðgreiningar virðist ekki rjúfa einangrun fatlaðra barna og lítill metnaður er lagður í það af hálfu fræðsluyfirvalda að útvega fagmenntað fólk til þess að liðsinna fötluðum börnum sérstaklega.
Öðru hverju hef ég átt þess kost að eiga samskipti við fötluð börn í grunnskólum. Sum þeirra hafa haft stuðningsfulltrúa sem hafa verið vænsta fólk og allt viljað gera til þess að börnin næðu sem bestum árangri. En þekking þeirra á fötlun barnanna og þeirri tækni, sem þeim var ætlað að fást við, var í engu samræmi við kröfurnar sem gerðar voru til þeirra. Skynjaði ég stundum örvæntingu þessa fólks gagnvart viðfangsefnum sem það réð ekki við.
Það er leitt að þurfa að segja það, en Íslendingar eru með allt á hælunum vegna slóðaskapar stjórnvalda og sinnuleysis og jafnvel áhugaleysis hins almenna borgara. Sjónstöðin hefur ekki fengið að þróast á eðlilegan hátt og getur ekki lengur gegnt hlutverki sínu vegna þjónustu við börn. Engin stofnun hefur lengur umsjón með því að blind og sjónskert börn fái fullnægjandi menntun og engin þekkingarmiðstöð er til hé á landi. Svo mikill skortur er á sérmenntuðum blindrakennurum í landinu að það liggur við að rétt væri að ráðleggja foreldrum blindra barna að flýja land til þess að börnin fái eðlilega menntun og þegar veit ég um a.m.k. eina foreldra sem valið hafa þann kost. Þá er úthlutun hjálpartækja þannig háttað hér á landi að með ólíkindum er og veldur það bæði vandræðum á vinnumarkaði og á meðal nemenda.
Í Menntamálaráðuneytinu liggja fyrir vandaðar tillögur um úrbætur í menntun blindra. Ef ekkert verður að gert í þessum málum hlýtur Blindrafélagið að kalla menntamálaráðherra til ábyrgðar í málefnum blindra barna og unglinga fyrir næstu kosningar og hið sama gildir um ýmsa aðra málaflokka sem tengjast menntun og félagslegri aðstöðu barna. Þær hugmyndir hafa heyrst að samtök fatlaðra eigi að reyna að setja á stofn eigin þjónustu fyrir félagsmenn sína. En fatlaðir eru hluti heildarinnar og eiga því rétt á sambærilegri þjónustu og aðrir þegnar þessa samfélags.
Nú um stundir er í tísku að lofa öldruðu fólki öllu fögru fyrir þessar sveitarstjórnarkosningar. Væri kannski ráð að fá einhverja markaðsfræðinga til þess að selja stjórnmálamönnum hugmyndir um bætta aðstöðu fatlaðra nemenda? Hér með er auglýst eftir hugmyndum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.5.2006 | 17:59 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319702
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.