Yfirleitt höfum við farið suður í Hafnarfjörð upp úr kl. 16 á daginn og þegar Hringur hefur farið einn hefur það verið um svipað leyti. Við höfum ævinlega réttmisst af hraðleiðinni S-1 á Lækjartorgi. Í dag hugðumst við hafa vafið fyrir neðan okkur, tókum vagn nr. 13 og hugðumst komast skjótar niður í Vonarstræti. En vagninum seinkaði svo mikið að hann kom fjórum mínútum of seint. Við okkur blasti vagn nr. 1 í Vonarstrætinu. Við héldum út úr vagninum og skunduðum yfir götuna, töfðumst aðeins vegna umferðar. Við gengum hratt meðfram vagninum, en farþegar streymdu inn í hann. Rétt í þann mund sem við vorum að ná dyrunum skullu þær aftur. Engin miskunn. Við vorum skildir eftir. Hefði Hringur verð einn á ferð hefði hann sjálfsagt haft það, en það er nú svona að dragnast með blindan afa í eftirdragi.
Við biðum þolinmóðir eftir næsta vagni sem kom nokkurn veginn á réttum tíma um kl. 17. Var gert ráð fyrir því samkvæmt áætlun að hann kæmi suður í Hafnarfjörð um kl. 17:20.
En viti menn. Vagninn var rúman hálftíma suðureftir og þegar þangað kom var tengivagninn, sem fer í Áslandshverfið, farinn. Hélt ég þó að hann ætti að bíða eftir hraðleiðinni. Þarna stóðum við hjá verslunarmiðstöðinni Firði og sáum fram á enn eina bið. Að vísu leystum við það mál.
Það er flestum ljóst, sem vilja nota strætisvaga, að ferðir þeirra eru of strjálar. Í þeirri miklu umræðu, sem nú fer fram um svifryksmengun og aðra óáran ættu yfirvöld að efla samgöngur með strætisvögnum. Við afarnir ræddum þetta talsvert í dag og greindi ég honum frá þeirri umræðu sem fer nú fram um almenningssamgöngur. Þessar strjálu ferðir eru ekki til þess fallnar að laða börn og unglinga til fylgis við strætisvagnana. Það er eins og að gefa brjóstmilkingi pela. Eftir það vill hann helst pelann og krakkarnir vilja helst láta foreldrana skjóta sér á milli staða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 14.2.2007 | 23:04 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.