Nokkurt fjaðrafok hefur orðið vegna þeirrar ákvörðunar Árna að bjóða álfafjölskyldu til Vestmannaeyja. Gekk skólastjóri Álfaskólans jafnvel svo langt að halda því fram að þessi afskipti álfanna af högum fjölskyldunnar gætu kallað yfir hann ógæfu, eða svo mátti skilja orð Magnúsar Skarphéðinssonar á Rás tvö í dag.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, sem hafa lesið íslenskar álfasögur, að álfar gjalda yfirleitt íku líkt í viðskiptum. Nú var Árni svo forsjáll að hafa með sér konu, sem sér álfa og getur haft samband við þá. Fyrir hennar tilstilli þágu álfarnir tilboð Árna um flutning þeirra og bústaðarins til eyja, enda vannst þá tvennt: þau gætu hafið fjárbúskap með huldufé og bústaðurinn fylgdi með. Fjölskyldan þurfti með öðrum orðum ekki að leita sér að nýju húsnæði.
Árni hefur staðið einstaklega vel að málinu. Þótt hann hafi gaman af þessu í aðra röndina sýnir þetta tiltæki þó að hann beri virðingu fyrir vissum leikreglum í samskiptum manna og hulinna vætta þessa lands. Slíkt er að virða og vafalítið er álfafjölskyldan þakklát honum fyrir þá hugulsemi að sinna málum þeirra svo vel sem raun ber vitni. Þar að auki kemst álfafjölskyldan nú í mun fegurra umhverfi en áður og nýtur betur þagnarinnar. Er því líklegt að hún gjaldi Árna og fjölskyldu hans greiðann og veiti honum í þeim málum, sem hún getur haft áhrif á.
Árni hefur verið þekktur að því að taka málstað þeirra sem hafa beðið skipbrot. Þarna forðaði hann heilli fjölskyldu frá því að bíða lægri hlut í samskiptum sínum við mannfólkið, eins og allt of oft hefur gerst.
Árna og álfunum er óskað giftusamrar sambúðar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Ferðalög, Mannréttindi | 15.5.2012 | 20:30 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Arnþór, þó svon yfirleitt sé ég ekki hrifin af persónu Árna Johnsen, þá virði ég hann fyrir þetta, þó hann hafi reyndar svolítið yfirdrifið þetta. Því auðvitað gat álfafjölskyldan bara verið í sínum steini á ferðalaginu. Én ég vona bara að þau séu sátt við flutningin og auðvitað munu þau virða það við Árna að bjarga búsetu þeirra, ekki spurning.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2012 kl. 00:02
Árni og álfarnir eru sama góða sortin, svo ekki óttast ég sambúðarvandræði hjá þeim.
Árni er einlægari en flestir stjórnarmenn og þingmenn, og álfar (ef þeir eru til) kunna að meta slík heilindi. Þetta var skemmtilegt aðgerð hjá honum, sem sýnir þakklæti hans fyrir hjálp góðra vætta. Of fáir kunna að þakka fyrir góðverk góðra vætta og manna, en Árni bauð þeim heim, með virðulegri athöfn. Árni er virðingarverð persóna að mínu mati, fyrir margt sem hann segir og stendur við.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.5.2012 kl. 00:55
Jahérnahér.. Árni orðin virðingarverð persóna.. og álfar til í alvörunni; Þvílík og önnur vitleysa sést ekki oft
DoctorE (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.