Nú annast morgunútvarpið þrír umsjónarmenn: Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, Jónatan Garðarsson og K.K.
Þau Sigurlaug Margrét og Jónatan eru margreyndir dagskrárgerðarmenn og hafa staðið sig að flestu leyti vel. Tónlistarvalið er þó fremur einhæft og of mikið ber á bandarískri tónlist. Þá eru hin löngu símtöl, sem þau inna af hendi, væbast sagt hvimleið. Símtækin virðast fremur léleg og viðmælendur beita ekki ævinlega röddinni.
Víða er farið að nota Skæpið til slíkra samtala á erlendum útvarpsstöðvum og virðist það gefast vel svo fremi sem ekki sé notuð þráðlaus tenging. Við það batna tóngæðin og málflutningur verður skýrari.
Morgunstundin er orðin "hreinasti hryllingur," eins og Skagfirðingur nokkur orðaði það. Hann hsagðist hafa tekið saman lista yfir tónlistina sem leikin væri í þættinum og væri hún endurtekin á tveggja vikna fresti nær óbreytt. Taldi hann hljómplötuúrvalið mjög takmarkað. Þátturinn er í svo föstum skorðum að þeim, sem aka til vinnu á morgnana á milli kl. hálf níu og níu, er meinað að hlusta á íslenska tónlist. Þá hljómar mestmegnis bandarísk tónlist á rás eitt. Á eftir fréttum kl. 8:05 er hafist handa við Morgunstundina. Sama upphafsstefið er leikið, síðan hefjast kórar handa, kvartettar eða einsöngvarar og sama úrvalið dag eftir ag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Þegar kórarnir, kvartettarnir og einsöngvararnir hafa lokið sér af, taka við hljómsveitir og söngvarar, sem voru upp á sitt besta á 6. og 7. áratugnum. Það gefur auga leið að tónlistarúrvalið er takmarkað, enda var hljómplötuútgáfa lítil og safn Ríkisútvarpsins fremur bágborið, enda mörgu hent. Einstaka lag frá 8. 9. og 10. áratugnum slæðist inn og örsjaldan ný tónlist.
Umsjónarmaður Morgunstundarinnar er þekktur fyrir vönduð vinnubrögð að sögn. Undir það skal tekið að hann hefur vandað valið, en ekki gætt þess að endurnýja tónlistarforðann. Það kom hins vegar í ljós á hlaupársdaginn síðasta að hann gat gert býsna vel, en þá lék hann lausum hala á Rás tvö á meðan Hallgrímur Thorsteinson kryddaði Morgunstund Rásar eitt með fjölbreyttu lagavali.
Það ber brýna nauðsyn til að endurskoða frá grunni morgunútarp Ríkisútvarpsins. Yfirstjórn stofnunarinnar virðist hafa þjarmað svo að dagskrárgerð að hún er vart svipur hjá sjón. Það eru allir burðir til þess að búa til gott morgunútvarp allra landsmanna með meiri samtengingum en hingað til hefur tíðkast. Morgunvaktin, sem hleypt var af stokkunum í mars 2003, var góð tilraun, en hún fékk ekki að þróast. Í staðinn er nú morgunútvarp Rásar eitt látið veslast upp. Hver ætli tilgangurinn sé?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fjölmiðlar | 17.9.2012 | 07:43 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.