Sýning auglýsingamyndar stöðvuð um borð í Herjólfi

Nokkuð hefur verið fjallað um brot á sæmdarrétti vegna ógeðfelldrar endurvinnslu lagsins Þú og ég. Kvikmyndagerðarmenn hefur hent nokkrum sínum að gleyma að leita heimildar höfunda til þess að nota tónlist þeirra í kvikmyndum.

Fyrir um aldarfjórðungi varð sá atburður að farið var að sýna kynningarmynd um Vestmannaeyjar um borð í Herjólfi. Lag nokkurt, Vestmannaeyjar, sem ég er höfundur að, var notað sem undirstaða hljómgrunnsins.

Eftir því sem mér var tjáð var ætlunin að sýna þessa mynd í nokkra mánuði og átti að fjármagna hana með auglýsingum. Þar sem ekki hafði verið leitað heimildar höfundar til þess að nýta lagið var STEF fengið til að stöðva sýningu myndarinnar og var það gert bæði fljótt og vel. Framleiðandi myndarinnar hafði að engu bréfaskriftir þar til hótað var málsókn.

Heimildir herma að einungis hafi einn auglýsandi greitt auglýsingu sína og varð því tap af framleiðslu myndarinnar. Þegar upp var staðið nam greiðslan einungis 5.000 krónum. Þannig tapaði kvikmyndagerðarmaðurinn bæði fjármunum og ærunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband