Nú fara margir hamförum vegna þess að ófullgerðri skýrslu Ríkisendurskoðunar var komið til fjölmiðla. Málið er þannig vaxið að eðlilegt er að gerðar séu athugasemdir við vinnubrögð stofnunarinnar.
formaður fjárveitinganefndar Alþingis átti vart annarra kosta völ en taka undir gagnrýni þá, sem fram kom í kastljósi í síðustu viku, en sú gagnrýni virtist undirrituðum vel ígrunduð en ekki ruglingsleg, eins og leiðarahöfundur Morgunblaðsins taldi, nema undirritaður sé sjálfur ruglaður.
Umræðan um skýrsluna og viðbrögð hafa verið hápólitísk og úr öllu samhengi við mannlega skynsemi. Hún sýnir glögglega í hvert óefni er komið hér á landi. Menn grafa sig í skotgrafir: stjórnarliðar á aðra hönd og stjórnarandstæðingar á hina með Sjálfstæðisflokkinn í fararbroddi. Morgunblaðið hamast sem aldrei fyrr vegna þessa máls og telur leiðarahöfundur í dag, að eitthvað annað kunni að búa undir en áhyggjur af vanhæfni Ríkisendurskoðunar til þess að hafa eftirlit með athöfnum þeirra, sem selja ríkinu þjónustu sína. Grípur hann m.a. til uppnefna eins og handlangara", sem er notað sem lítilsvirðandi orð um einn af stjórnarþingmönnum. Slíkur götustrákastíll hefur vart tíðkast fyrr í leiðurum Morgunblaðsins, en er að verða eitt helsta einkenni annars ritstjórans.
Leiðarahöfundi Morgunblaðsins, sem hrósar sér af því að hafa átt þátt í að Íslendingar greiddu ekki skuldir óreiðumanna, þykir víst að einhverjar duldar kenndir búi undir hjá stjórnarliðum í hinni ógagnsæju stjórnsýslu Jóhönnu Sigurðardóttur, sem honum þykir ónýtur stjórnmálamaður. Hann gleymir því, að sjálfur var hann sakaður um að brugga óvönduð meðul, þegar klekkja þurfti á meintum andstæðingum hans í lok síðustu aldar. Hvernig var til að mynda háttað aðför eins af aðildarfélögum Öryrkjabandalagsins að þáverandi varaformanni þess, sem hermt er að þáverandi forsætisráðherra hafi staðið fyrir? Og hvaða kenndir lágu að baki þeirri ákvörðun þáverandi stjórnarliða að setja hefndarlög til þess að klekkja á Öryrkjum í kjölfar öryrkjadómsins í ársbyrjun 2001? Voru þær hefndaraðgerðir gagnsæjar?
Auðvitað eiga menn ekki að lifa stöðugt í fortíðinni og það hyggst undirritaður ekki gera. En hitt dylst honum ekki að enn virðast sömu úrræðin uppi á borðinu hjá Sjálfstæðisflokknum: lægri skattar og meiri álögur á þá sem minnst hafa handa á milli. Þess vegna er rétt að lifa í nútíðinni og horfa til framtíðar um leið og hugað er að hinu liðna, einkum þegar hugsað er til þess að meintur leiðarahöfundur virðist ekki skynja hverjir áttu upptökin af þeim ósköpum, sem nú dynja yfir Ríkisendurskoðun. Eða hverjir voru við stjórnartaumana í upphafi aldarinnar?.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 3.10.2012 | 15:05 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.