Hákarlaljóð - nýtt ljóðskáld kveður sér hljóðs

Staksteinar Morgunblaðsins eru stundum skemmtilegir. Í dag birtist þar þetta nútímaljóð. Höfundurinn er ókunnur. Ljóðið er birt á þessum síðum í heimildarleysi.

Hákarlaljóð


Menn muna eftir forsætisráðherranum sem sagði að
á Íslandi brysti á efnahagslegt öngþveiti ef þjóðin
segði ekki já við Icesave.
Hún sagði nei og aftur nei.
Menn muna eftir vitringnum sem stóð fyrir birtingu
hræðsluáróðurs sem sýndi ógnvænlegan hákarl
sem éta myndi hina heimsku þjóð ef hún segði ekki
já við Icesave.
Hún sagði nei og aftur nei.
O g menn muna eftir öllum fyrrverandi ráðherrunum
úr öllum flokkum sem látnir voru fylgja
hákarlaauglýsingunni eftir með þunglyndislegum
áhyggjum og dómsdagsspám ef þjóðin segði ekki já
við Icesave.
Hún sagði nei og aftur nei.
Fullyrt er að hákarlahópurinn hafi komið saman á
dögunum og enn þóst eiga meira erindi við þjóðina
en aðrir.
Augljóst virðist að áróðursherferð sem staðið hefur
í rúman áratug um að nei skuli þýða nei mun seint
og illa ná eyrum hóps, sem hlustar ekki á neitt sem
sagt er utan hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband