Hágæða útvarpsefni á Rás eitt

Sunnudaginn 21. þessa mánaðar var fluttur í Útvarpsleikhúsinu fyrsti þátturinn af þremur, sem bera heitið Heimkoma. Þar kannar Jón Hallur Stefánsson eyðibýli ásamt Danskri útvarpskonu, sænskri konu og Argentínumanni. Þau leika sér að hljóðumhverfi eyðibýlanna og flétta sama við eigin vangaveltum og skynjun auk sagna, sem þau verða áskynja um og snerta sögu eyðibýlanna.

Þeir, sem hafa unun af vel gerðum útvarpsþáttum, ættu ekki að láta þá framhjá sér fara og tilvalið er að leita í sarpi Ríkisútvarpsins að fyrsta þættinum. Jón Hallur stóð um síðustu aldamót að athyglisverðum þáttum í ríkisútvarpinu sem gengu undir nafninu Vinkill. Þar leitaði hann ásamt samverkafólki sínu nýrra leiða og margt frumlegt höfðust menn þar að. Greinlegt er að Jóni Halli hefur ekkert farið aftur.

Þá var hlutur dönsku útvarpskonunnar skemmtilegur. Greinilegt er að hún hefur kynnt sér fléttuþáttatækni danska útvarpsins, sem er fyrir margra hluta sakir mjög sérstök og hefur orðið mörgum að fyrirmynd.

Ástæða er til að fagna þessu vandaða efni og mættu menn fá meira af heyra f slíku efni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband