Svo virðist sem nú sé komið bakslag í fylgisaukningu
Framsóknarflokksins og ýmsir teknir að snúa heim aftur. Tillögur
framsóknarmanna um niðurfærslur skulda heimilinna hafa verið talsvert
gagnrýndar að undanförnu. Á eyjunni er m.a. rætt um að Seðlabankinn hafi rústað tillögum
flokksins. Í viðtali í Bítinu
á Bylgjunni 18. Apríl útskýrði Frosti Sigurjónsson hvernig aflað skyldi
fjár til þessarar aðgerðar. Í grein Vilhjálms Þorsteinssonar, sem vísað er til
hér að framan er á það bent að leið Framsóknarmanna gagnist þeim fimmtungi
fólks best sem hafa hæstar tekjur og skuldi mest. Eru leidd rök að því að sá
fimmtungur hljóti allt að þriðjungi stuðningsins. Þessi gagnrýni er réttmæt.
Frosti bendir á í viðtalinu að menn hafi hengt sig um of í útfærslur tillagna fyrir
kosningarnar árið 2009. Það kann að vera rétt. Vilji menn gæta réttlætis í
þessum málum er nauðsynlegt að huga að einhvers konar tekjutengingum. Þær
þekkjast um allt fjármálakerfið og með þeim er hægt að ná mestum jöfnuði ef
vilji er fyrir hendi. Á þeirri viku, sem eftir er til kosninga, er
lífsnauðsynlegt að flokkarnir greini hvernig þeir ætla að standa að
velferðarmálum. Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir nú að hann vilji standa vörð um
kerfið, en hann varð fyrstur til að beita Alþýðuflokknum fyrir sig þegar
Viðeyjarstjórnin var myndu, til þess að ráðast að velferðarkerfinu. Þá var
hafist handa við að klekkja á þeim hópi öryrkja, sem síst mátti við því. Þetta
er geymt en ekki gleymt og fleiri en núverandi ritstjóri Morgunblaðsins eru
langminnugir á misgjörðir annarra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 20.4.2013 | 11:59 (breytt kl. 12:03) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 319743
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.