Fjarar undan Hellisheiðavirkjun

Stundum kemur upp kvittur í samfélaginu sem fer hljótt, læðist með jörðu eins og dalalæða. fyrir nokkru barst það út um heimsbyggðina hér á landi, en fór hljótt, að jarðhitasvæðið á Hellisheiði stæðist ekki álag. Þeir sem greindu frá þessu, fóru með þennan sannleika eins og mannsmorð. Hægrimenn fussuðu, miðjumenn urðu efins en vinstrimenn trúðu þessu. Nú er komið í ljós að þetta er rétt.

Eitt sinn birtist pistill á þessum síðum um stækkun Hellisheiðarvirkjunar og þá firringu sem væri fólgin í því að nýta jarðhita eingöngu til raforkuframleiðslu, en sagt er að einungis nýtist 10-14% orkunnar í því sambandi. Höfundur pistilsins sætti talsverðu ámæli fyrir vanþekkingu og úrtölur. Þess skal getið að höfundur er hvorki jarðfræðingur né rafeindavirki, en hafði þessar staðreyndir úr ýmsum áttum.

Annað hefur komið á daginn og nú er ekki annað í vændum en blása Helguvíkurálverið endanlega af og hugsa sig tvisvar um áður en ráðist verður í frekari stórvirkjanir. Ívilnunin á Bakka er ekki fordæmisgefandi. Reyndar hneykslast margir á Ragnheiðu Elínu Árnadóttur fyrir að láta sér detta í hug að reyna megi slíkar ívilnanir handa Suðurnesjamönnum, en gleyma því um leið hverra þingmaður hún er og muna ekki heldur hvar fyrrverandi iðnaðarráðherra sat, þegar hann skrifaði undir Bakkasamningana. Eitt er víst. Ríkisstjórnin þarf að hugsa sig vandlega um á næstunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband